Dvöl - 01.07.1942, Side 106

Dvöl - 01.07.1942, Side 106
264 D VÖL „Þú gerir mig vitskertan," muldraði hann. „Líf mitt er hrein- asta vítisvist.“ Konan reif í hár sér, eins og hún vildi með einni hamslausri hreyf- ingu svifta burtu allri beiskjunni. „Vítisvist, já! Þar er þér áreið- anlega ætluð vist. Þetta kemst ekki í hálfkvisti við það, hvað Guð læt- ur þig þjást í öðrum heimi.“ Hún sneri við, hvarf inn og skellti hurðinni á eftir sér. Davíð hallaði sér upp að svínastíuveggn- um. Hann tók eftir sprungunum í múrsteinunum og sá fúna hlið- grindina gjökta á annarri löminni. Mosinn óx um alla veggi, þakið lak, gamal) svínasaur og heyrusl var á víð og dreif um gólfið og sums staðar sást jafnvel á ný- sprottnar grasnálar. Hann andvarpaði aftur og sjálft hljóðið var uggvænlegt, eins og hans eigin rödd ákærði hann. Hann var sannarlega þreyttur. Kom hún ekki auga á, hvílíkur byrðarauki var að því að hugsa? Auðvitað vissi hún það, bikkjan sú arna, og þess vegna var hún alltaf að reka á eftir honum. Hún atti hans eigin óheillafylgju á hann, unz honum lá við köfnun. Hann stundi. Með erfiðismunum fékk hann sig til þess að líta heim að bænum. Hvað hafði komið fyrir? Bærinn var að fúna niður. Hann mundi hvernig hann hafði litið út áður en faðir hans, gamli Davið, dó. Þá voru veggirnir hvítir, málningin hrein, jurtir í gluggun- um, hurðirnar þykkar og féllu svo vel, að ekki gustaði það minnsta með þeim. Undir gluggunum voru blómabeð, garðávextirnir uxu í snotrum beðum og svínastían var þakheil. Já, hlaðið hafði einnig verið öðru vísi í þá daga. Þá var rimla- gerði, með hliði á, milli bæjarhlaðs- ins og peningshúsanna og heyj- anna. Nú var garðurinn runninn saman í eitt svað, alþakið heyi. rotnandi úrgangi og skít. Þetta hafði verið blómlegasta bú. Eitthvað hafði komið fyrir, það var allt og sumt. Já, hægfara hrörnun. Garðurinn var þakinn illgresi. en konan átti bágast .með að þola skarðið i gerðið. Hesturinn hafði skilið menjar sínar eftir á miðjum gangstígnum, þegar hann brauzt inn i garðinn til þess að ljúka við það. sem eftir var af grænmetinu. Það hrikti og brakaði í hurðinni. og hún var bundin saman með snæri. Hlaðið var vanhirt eins og garð- urinn. Þar var ekkert að sjá annað en lubbalegan hestinn, sem var að næla sér tuggu og tuggu úr gölt- unum tveim, sem eftir voru. Hæn- urnar rótuðu í blómabeðunum. veltu um gömlum dósum. krukkum og rotnuðum ruðum. Já, eitthvað hafði komið fyrir. Davíð ákvað að fjarlægja hrossa- taðið, til þess að konan hans ssei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.