Dvöl - 01.07.1942, Síða 111

Dvöl - 01.07.1942, Síða 111
D VÖL 269 spurn. Dvöl hennar meðal Kín- verja og nákvæm þekking á tungu þeirra, ásamt miklum hæfileikum og skýrri dómgreind, hafa gert hana flestum öðrum hæfari til þess að skrifa um Kina, enda tekst henni það svo frábærlega vel, að Kínverjar gætu naumast gert það betur. Síðar í grein minni mun ég minnast á rit hennar um Kína. Frú Buck lýsir sjálf uppvexti sinum á þenna hátt: Ég naut ekki mikillar umönnun- ar í bernsku minni. Foreldrar minir bjuggu á ýmsum stöðum og voru oft á ferðalögum. Þegar ég var barn að aldri, fluttist ég til borgar einnar á bökkum Gula- fljóts, sem kölluð er Chinkiang. Þar bjó ég í mjög kyrrlátu sumar- húsi, sem reist hafði verið uppi á fjalli, og var ágætt útsýni þaðan yfir fljótið og borgina með tigul- steinaþökum á húsunum, sem úr fjarska sýndust eins og hreistur á fiski. Handan við húsið okkar voru lágar hæðir og dalir með fögrum görðum og bambuslundum. Við rætur fjallsins, þar sem ég bjó, var stórt hof, dökkt að utan. Þar var gamall, ljótur prestur, sem stund- um hafði til að elta mig með bambusreyrstaf, ef ég á ferðum mínum kom of nálægt musteris- hliðinu. Ég var dauðhrædd við hann, enda gat hann verið harð- skeyttur. Mér fannst alltaf eitt- hvað dularfullt í fari hans. — Þannig er hin fábrotna lýsing hennar á umhverfi því, er hún ólst upp í. Pearl S. Buck lærði fyrr að tala kínversku en ensku. En síðar meir, þegar hún fór að lesa og skrifa, lagði hún meiri rækt við að læra ensku heldur en hin strembnu, kínversku orðtákn. Fyrstu bókmenntaáhrifin, sem Pearl S. Buck varð fyrir í lífinu, voru frá fóstru hennar, sem hún segir ,að hafi verið gömul, þegar hún fyrst mundi eftir henni. Hún kunni ógrynnin öll a'f sögum, kynjasögnum og ævintýrum, enda þótt hún hefði aldrei lært að lesa nokkurt orð. Þessar sögur höfðu mikil áhrif á mig, segir Pearl Buck. Ég hugs- aði mikið um alla þá anda, sem áttu að búa í trjánum, vatninu, steinunum og skýjunum. Mér þótti líka mikið til koma að heyra foreldra mína segja frá hin- um fjarlægu ættlöndum sínum. Ég hlustaði með jöfnum áhuga á sögur þeirra og sögur gömlu fóstru minnar. Þegar fóstra mín dó og hafði verið lögð til hinztu hvíldar hjá manninum sínum, vorum við gagntekin af söknuði og djúpri hryggð í fyrstu. En þótt hún væri hætt að tala við okkur og segja okkur sögur, höfðum við hvítu börnin hennar ekki gleymt henni eða því, sem hún gerði fyrir okk- ur. Hún hafði ekki horfið með öllu. Eins og móðirin er hluti af barni sínu, er föðurland hennar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.