Dvöl - 01.07.1942, Síða 113
D VÖL
meðal þess. Kínverskar konur voru
vanar að tala við mig eins og kona
við konu eða vinur við vin. Þar á
ég ennþá suma af mínum beztu
vinum, segir hún.
Næst fluttumst við til Nanking,
því að maðurinn minn tók við
störfum í landbúnaðardeild há-
skólans þar. Hér byrjaði aftur nýtt
líf. Við komum úr sveitinni og frá
sveitafólkinu og gerðumst háskóla-
borgarar. í tíu ár horfðum við á
byltingu þjóðarinnar, sáum gamla
tímann sigraðan og nýja tímann
taka völdin smátt og smátt.----
Pearl Buck var alltaf sannfærö
um það, að hún mundi einhvern
tíma verða rithöfundur. En lengi
framan af gafst henni lítið tóm
til slíkra iðkana frá heimilis-
störfum og kennslu, er hún hafði
á hendi. En þótt hún hefði ekki
tíma til að skrifa, var hugur henn-
ar sístarfandi, og þar mótuðust
og mynduðust á þeim tíma marg-
ar sögur, sem síðar komust á
pappírinn.
Árið 1925 fóru þau Buckhjónin
i heimfararleyfi til Ameríku. Hún
las við Cornell-háskólann og bjó
sig undir að taka próf í enskri bók-
menntasögu. Aðal viðfangsefni
hennar voru enskir „essayistar“.
Leysti hún það vel af hendi.
Margir kannast við sögu þá, sem
hún nefndi ,East wind — West
wind“ og hefir meðal annars verið
þýdd á íslenzka tungu og gefin út
af „Máli og menningu" og hlaut
nafnið „Austan vindar og vestan"
271
í þeirri þýðingu. En það eru líklega
ekki allir, sem vita hvar þessi saga
varð til og í hvernig umhverfi. Hún
skrifaði hana úti á miðju Kyrra-
hafi, þegar hún var á leiðinni frá
Kína til Ameríku árið 1925. Sög-
una skrifaði hún á skipspappír.sem
ekki mun þó hafa verið til þess
ætlaður. Kyrrðin á skipinu var
svo mikil, að farþegarnir kviðu
því mest að á þá yrði yrt, eða að
þeir neyddust til að tala við ein-
hvern, svo að hún hefir haft gott
næði.
Ekki var þó sagan í sinni núver-
andi mynd, heldur allmiklu styttri.
Höfundinum þótti efnið ekki nógu
veigamikið í langa skáldsögu, og
það var ekki fyrr en tveim til þrem
árum seinna, að hún fékkst til að
endurskoða þessa ákvörðun sína
og umskrifa söguna, sem þá hafði
birzt i amerísku tímariti og vakið
athygli. Hún þarf ekki að sjá eftir
því að hafa breytt um skoðun í
þessu efni. Sagan er fyllilega þess
verð, að hún fengi að koma fyrir
almennings sjónir. Hún hefir einn-
ig hlotið vinsældir meðal íslenzkra
lesenda, enda er bókin frábærlega
vel skrifuð. Það er kínversk kona,
sem segir söguna, enda hét bókin
upphaflega „Kínversk kona talar“.
Lýsing hennar á átökunum milli
hins austræna og hins vestræna
er alveg frábær, þegar vestrænir
siðir og vestræn menning eru að
þrengja sér inn fyrir hina ramlegu
kínversku varnarmúra. Kínverska
konan átti örðugt með að skilja