Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 117
D VOL
275
rúmið', undir suðurveggnum, kom-
móðuna i norðvesturhorninu, og
háu dragkistuna rétt til hægri
handar við dyrnar inn úr eldhús-
inu. Hún ætlaði að reyna að haga
því svo til, að Hannes fengi ekk-
ert að vita um ráðagerðir hennar
fyr en munirnir væru komnir heim
í hlað, og mest væri gaman að fá
þá fyrir afmælið hans. Hann átti
það skilið, blessunin, eins og hann
stritaði, að fá að hvíla sig á góðri
gormdýnu, sem ekki væri öll í
hnútum, eins og þessi, sem þau
höföu keypt á uppboði fyrir þrem-
ur árum.
Áhyggjurnar út af Hannesi
vöknuðu á ný. Þar sem vegurinn lá
yfir járnbrautina hafði járnbraut-
arlest ekið á vagn í fyrra. Það gat
alveg eins komið fyrir aftur; lest-
in var ævinlega á ferðinni klukk-
an tvö. Það lét nærri, að Hannes
hefði þá verið á leiðinni heim ....
Þá reið af heljar þruma, rétt
um leið og Ásta var að sperra
renglu fyrir fjóshurðina, og hún
fann regndropa detta á kinnina á
sér. Hún hljóp heim að húsi, tók
mjólkurföturnar, sem hvolfdu á
girðingarstaurum, um leið og hún
fór inn um hliðið, og komst inn
með þær rétt um leið og rigningin
dundi úr loftinu. Henni hafði ekki
gefizt tími til að bjarga inn eldi-
viðarfangi.
Samstundis var bylurinn skoll-
inn á. Hríslurnar í skóginum
svignuðu fyrir storminum, eins og
barn, sem ber fyrir sig höndina til
þess að verja síg höggi. Elding,
svo björt, að Ásta brá hönd á
hjarta af skyndilegum ótta, leiftr-
aði um allt loftið og samstundis
kom ógurlegur þrumuhvellur.
Ásta hafði gleymt að loka glugg-
anum, en þorði nú tæplega að gera
það, af ótta við eldingarnar, én
vindurinn barði regnið inn, og
hún varð að herða upp hugann.
Hún sneri speglinum að veggnum,
tók af sér svuntuna og breiddi
hana yfir skilvinduna, því að hún
hafði heyrt að eldingar sæktu að
slíkum hlutum. Svo vafði hún ut-
an um sig gömlu dúnsænginni
hennar móður sinnar, og hnipraði
sig saman uppi í rúmi, því elding
kvað aldrei fara gegnum dún.
Nú steðjuðu áhyggjurnar að á
ný. Hvar skyldi Hannes vera í
þessu voða veðri. Ef hann hefði
nú orðið fyrir slysi og kæmi aldrei
heim lifandi, eins og maðurinn
hennar Karólínu í fyrra, þegar
hestarnir fældust með hann og
hann varð undir hjólunúm. Hún
fékk samvizkubit af áhyggjunum,
sem hún hafði haft af kalkúnung-
unum áðan. Eins og það gerði
nokkuð til, þótt þeir töpuðust all-
ir; eins og það gerði nokkuð til
um svefnherbergishúsgögnin. Bara
að Hannes kæmi nú heim. Já, þó
að hann kæmi útúrfullur, eða
jafnvel slasaður. Bara að hann
kæmi heim. Hún vildi heldur
liggja á hnútóttri hálmsæng alla
sína ævi, við hlið Hannesar, en á
fínustu gormdýnu og mýkstu