Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 130
2UU
DVÖL
og meiri bókaútgáfa af hálfu
hinna, er náðu að starfa, ef prent-
smiðjurnar hefðu annað meiri
prentun. Afköstin í prentsmiðjun-
um settu bókaútgáfunni takmörk.
Eitt má segja um nær allar bæk-
ur ársins 1942: Þær eru dýrar, rán-
dýrar. Er þetta þó ekki sagt til þess
að læða lesendum í hug grun um
óhæfilegt okur bókaútgefenda. Að
vísu munu þeir hafa snotran ábata
af útgáfu þeirra bóka, er vel selj-
ast, og stórmikinn af einstöku bók.
En þess er að gæta, að útgáfu-
kostnaður hefir aukizt stórlega:
prentkostnaður þotið upp úr öllu
valdi, pappirsverð hækkað mjög og
slíkt hið sama annar tilkostnaður.
Auk þess er á það að líta, aö bóka-
útgáfa er oft og tíðum alláhættu-
söm. Þetta verður allt að hafa í
huga, þegar fjallað er um verðlag
bóka árið 1942. En dýrar eru bæk-
urnar eigi að síður, og mun mörg-
um sparsömum manni vaxa í aug-
um tölurnar, en félitlu fólki vera
óhægt um bókakaupin.
Þetta háa verð á nýjum bókum
hefir meðal annars leitt til þess, að
margir keyptu allmikið af bókum,
sem gefnar höfðu verið út fyrir
nokkrum árum og voru því miklu
ódýrari en nýju bækurnar. Sumt
af þessu var, eins og gengur. bæk-
ur, sem hlutaðeigendur höfðu ef til
vill léngi haft ágirnd á, en ekki
talið sig hafa efni á að kaupa
meðan fjárráð voru minni en verið
hefir seinustu misseri. Sumir hafa
verið að leitast við að kaupa öll
rit einstakra höfunda, aðrir öll
helztu rit þeirra höfunda, er mest
þykir til koma, enn aðrir bók og
bók, sem þeim hefir leikið hugur á.
Af þessum sökum hafa margar
bækur, sem á boöstólum hafa veriö
undanfarin ár, selzt upp seinustu
mánuðina. Má þar á meöal nefna
ýms rit Hallclórs Kiljans Laxness,
Guðmundar G. Hagalín og Þor-
bergs Þóröarsonar og raunar
margra íleiri og sumar kvæðabæk-
ur Davíös Stefánssonar, Guömund-
ar Böðvarssonar, Jakobs Thoraren-
sen og Steins Steinars. Um rnargar
aðrar bækur, er hið sama að segja,
þótt þeirra sé ekki sérstaklega get-
ið eða höfunda þeirra, enda yrði
slík upptalning of löng.
Þrátt fyrir þetta hafa nýjar bæk-
ur selzt ágætlega. Seldust sumar
bækur upp á fám vikum, jaínvel
1500—2000 eintaka upplög. Má þar
geta bókar Vilhjálms Þ. Gislasonar
um Snorra Sturluson, Úrvalsljóöa
Kristjáns Jónssonar, er Hulda bjó
undir prentun, Indriöa miðils eftir
Þorberg Þórðarson, Lady Hamilton
og fleiri. Sjálfsagt hafa íslend-
ingar aldrei áður varið jafn
miklu fé sem nú til bókakaupa. Er
sízt á þetta bent í því skyni að
telja þetta eftir eða að draga úr
mönnum að kaupa bækur. Því fé,
sem variö er til kaupa á góðum
bókum, er einmitt sérlega vel varið.
Góðar bækur eru meðal dýrustu
eigna þjóðarinnar og fáir fjársjóð-
ir aðrir líklegri til heilla í fram-
tíðinni. Hvert það heimili, sem