Dvöl - 01.07.1942, Side 144
302
DVÖL
Jónsson á Akureyri gaf út), bók
eftir Sven Hedin, sænska land-
könnuðinn, kom út í þýðingu Sig-
urðar Róbertssonar. Segir í bók
þessari frá könnunarferðum Hed-
ins um fjöll og eyðimerkur Mið-
Asíu árin 1893—1897. Hún er í senn
fróðleg og skemmtileg aflestrar.
Tess, skáldverk mikið í tveim
bindum, eftir enska stórskáldið
Thomas Hardy, kom út síðsumars
í þýðingu Snœbjarnar Jónssonar
(ísafoldarprentsmiðja gaf út).
Þetta er afbragðs saga og hefir
um hana fjallað af hálfu þýðanda
af óvenjulegri natni, sem ekki
sæmir annað en geta að verðleik-
um. Langt og fróðlegt forspjall
fylgir sögunni og margar myndir
af þeim stöðum, er hún gerist á.
Kátur piltur (Víkingsútgáfan),
hin eftirminnilega saga Björn-
stjerne Björnsons í þýðingu Jóns
Ólafssonar, kom út á ný í haust.
— Kátur piltur er ein þeirra fáu
þýddu bóka, sem unnið hafa sér
varanlega ítök í hugum íslendinga.
Tóníó Kröger (Mál og menning
gaf út) heitir lítil saga eftir þýzka
skáldið Thomas Mann.
Máninn líður eftir John Stein-
öeck (Finnur Einarsson gaf út),
kom út í snjallri þýðingu Sigurðar
Einarssonar dósents. Sagan gerist
í hernumdu landi, sem maður get-
ur hugsað sér að sé Noregur, og er
mjög hófsamleg og gersneydd ó-
skáldlegu ofstæki.
Þá hefir og komið út af þessu
tagi Sara, skáldsaga eftir danska
skáldið Johan Skjoldborg (Víkings
útgáfan), þýðing Einars Guð-
mundssonar kennara, Jólaœvintýri
Charles Dickens (Stjörnuútgáf-
an), Lubba, það er ég sjálf, eftir
sænskan höf., þýðing Haraldar Sig-
urðssonar (Bókaútg. Hj artaþristur),
Ævintýri góða dátans Schwejks í
heimsstyrjöldinni (Geysisútgáfan)
í ágætri þýðingu Karls ísfelds
blaðamanns, Tarzan sterki (Leift-
ur), í þýðingu Hersteins Pálssonar
blaðamanns, myndskreytt útgáfa,
Glas lœknir í ágætri þýðingu Þór-
arins Guðnasonar lœknis, gömul
útvarpssaga (Guðjón Ó, Guðjóns-
son gefur út), Tóta, saga fyrir telp-
ur, þýðing Hersteins Pálssonar
(Leiftur gefur út) og Snabbi
(Spegillinn gaf út), reyfari eftir
Wodehouse í þýðingu Páls Skúla-
sonar, ómerkileg bók.
Ennfremur má geta um Rödd
hrópandans eftir Douglas Reed í
þýðingu Karls ísfelds (Hekluút-
gáfan) og endurútgáfu á Dœmi-
sögum Esóps, þýðing Þorstéins
Gíslasonar og Freysteins (Leiftur).
Loks skal getið bókar, sem kom-
ið er út fyrir skömmu og vakið hef-
ir mikla athygli, Vinsœldir og áhrif
í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar
(Fjallkonuútgáfan). Virðist þetta
bók líkleg til gagns öllum þeim, er
temja vilja sér þá háttsemi, er
verða má til aukinna vinsælda og
áhrifa, hvort heldur í heimilislífi
eða viðskiptalífi. Slíkrar bókar hef-
ir lengi verið vant á íslenzku.
Skal hér staðar numið með þetta