Dvöl - 01.07.1942, Qupperneq 146
304
d yöL
„Vántan“, Kristina Lindstrand meft
sögu, er nefnist „Dagöppning ‘,
Frida Zern, sem lýsir stenskri konu
í „Fru Selma Modin“, og Greta von
Schoultz, sem skrifað hv.-fir sveita-
sögu með aðlaðandi nafni: „Det
gár en vind i gráset“.
Að minnsta kosti þrjú ný ljóð-
skáld freista þess að vinna hylli
sænskra ljóðavina, Per-Erik Wah-
lund og Sven Alfons, báðir mjög
ungir menn, og Iwan Bratt, kunnur
taugalæknir frá Alingsás. Ljóðabók
hans heitir „Nytt land.“
Að sjálfsögðu komu út margar
bækur eftir kunna höfunda. Skal
þar af nefna „Arvet“, verðlauna-
sögu eftir E.R.Gummerus,og „Pank
öland fágelfria,“ sögu frá Spáni
eftir Per E. Rundquist. Nils Jocobs-
son hefir ritað nútímasögu. Mar-
ika Stjernstedt sendir frá sér skáld-
sögu um atburði líðandi stundar,
er gerist að nokkru í París sum-
arið 1942, Peter Nisser sálfræðilega
skáldsögu, Gertrud Lilja „Hök och
duva“, nýtízku skáldsögu úr lífi
kvenna,Karin Juel bók, sem heitir
„Tre fáder“, Dagmar Edquist
„Hjartat söker nödhamn“ og Irja
Brovallius „Ringar pá vattnet“.
Ester-Louise Gard lýsir þrautseigri
húsmóður á barnmörgu heimili í
Stokkhólmi í „Segerhuvan“, Esther
Erling lýsir sálarbaráttu smábýlis-
konu í bók, sem heitir „Tappra
várnlösheten“, Elisabeth Hög-
ström-Löfberg fjallar um æskufólk
í Stokkhólmsháskóla í sögunni
„Att fá álska“, Ingegerd Stadener
skrifar enn nýja sögu og eftir
Astrid Váring er komin út stór
verðlaunasaga „Katinka“. Karl
Gunnarson skrifar sveitasögu, Moa
Martinsson sögu, er heitir „Armen
vid horisonten“ og Albert Olsson
sögu, er gerist á þeim tímum er
friðarsáttmálinn var gerður í Hró-
arskeldu. Hún heitir „Gránsland“.
Loks er gefið út í Svíþjóð í haust
ritsafn eftir Dan Andersson — það
heitir „Tryckt och otryckt“, „Kors-
vág“, kvæðasafn eftir Arthur
Lundquist, einnig bók eftir hann
um amerískar bókmenntir, fyrsta
bindi af ritverki eftir Elin Wágner
um Selmu Lagerlöf, ritgerðasafn
eftir Ragnar af Geijerstam, er
krefur til mergjar vandamál sam-
tíðarinnar og heimtar menn til
hlýðni við kristin boðorð, og „I
ofredensBerlin",bók um styrjöldina
eftir Erik Lundquist, fréttaritara
„Svenska Dagbladets“ í Berlín.
Þetta er að sjálfsögðu ekki tæm-
andi yfirlit um bókaútgáfu Svía
síðastliðið ár, heldur mjög laus-
legt yfirlit, enda erfitt að fá þaðan
tæmandi vitneskju um slíkt. Má
vera að mörgum þyki lítils um vert
að vita, hvaða bækur eru gefnar
út í Svíþjóð nú, þegar ekki er hægt
að fá þaðan bækur. Aðrir kunna
að líta á þessa fáorðu og hrafl-
kenndu frásögn eins og tilraun til
þess að viðhalda þeim menningar-
böndum, sem tengja ísland og Is-
lendinga við Norðurlandaþjóðirn-
ar, enda er greinin skrifuð í þeim
tilgangi. J. H.