Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 5
5 FRÁ RITSTJÓRA 16. árgangur Uppeldis og menntunar er nú að hefja göngu sína. Ritið var stofnað af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands er fyllti með útgáfu þess upp í gap fræðilegrar umfjöllunar um uppeldis- og menntamál hér á landi. Fram að þeim tíma átti hin stóra fagstétt kennara engan fræðilegan vettvang fyrir skrif sín og rannsóknir. Á þeim 15 árum sem liðin eru frá útkomu fyrsta heftisins árið 1992 hafa orðið mikil umskipti í menntamálum hér á landi. Skilningur hefur aukist á mikilvægi menntunar og menntamál hafa fengið meira vægi við skipt ingu þjóðarkökunnar. Há- skólum hefur fjölgað og námsframboð orðið fjölbreyttara en nokkru sinni. Um þær mundir er Uppeldi og menntun hóf göngu sína stóð nokkur deila um það hvort kennaranám skyldi lengt í fjögur ár eins og lög um Kennaraháskóla Íslands kváðu á um. Ekkert varð af þeim áformum en endur- og símenntun fékk aukið vægi. Þá óx rannsóknartengdu framhaldsnámi fiskur um hrygg og æ fleiri kennarar ljúka nú meistaraprófi í menntunarfræðum frá háskólum hér á landi og erlendis. Þetta er ánægjuleg þróun sem orðið hefur á tiltölulega skömmum tíma og á án vafa eftir að hafa í för með sér mikla viðhorfsbreytingu meðal kennara og þróun á starfi þeirra. Rannsóknarstarfsemi á sviði menntamála hefur eflst og ekki er annað að sjá en þessi þróun haldi áfram. Áform KHÍ um að kennaranám verði fært upp á meistarastig er ljós vottur þar um. Sífellt auknar kröfur til kennara og æ flóknara starfsumhverfi kall- ar á breyttar menntunarkröfur til þeirra. Í 15 ár hefur Uppeldi og menntun verið helsti vettvangur fræðimanna á sviði mennta- mála til að kynna niðurstöður rannsókna sinna. Í ljósi breytinga sem fram undan eru í menntun kennara er mikilvægt að tímaritið fái að vaxa og dafna. Fátt er mikilvæg- ara fyrir fagstétt sem vill láta taka sig alvarlega en að hafa aðgang að vettvangi til að kynna rannsóknir á fræðasviði sínu. Í þessu riti birtast fjórar greinar sem fjalla um ólíkar rannsóknir á sviði uppeldis- og menntamála. Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Sif Einarsdóttir og Vanda Sigur- geirsdóttir greina frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á birtingarmyndum eineltis í framhaldsskólum og áhrifum eineltis á líðan, skólagöngu og daglegt líf þolenda. Í grein Ingibjargar Auðunsdóttir segir frá starfendarannsókn er miðaði að því að þróa samstarf heimila og skóla. Útbreiðsla nýsköpunarmenntar á Íslandi er rannsóknarvið- fangsefni Svanborgar R. Jónsdóttur og sjónum beint að því hvaða innri og ytri þættir það eru sem hafa áhrif á framgang hennar. Að lokum greina Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir frá rannsókn sinni á líðan grunnskóla kennara í starfi, þar sem skoðuð eru tengsl kulnunar við líðan. Um þessar mundir fer fram vinna við endurskoðun laga um leik-, grunn- og fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.