Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 25

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 25
25 UMRÆÐA Niðurstöðurnar sýna að einelti á sér stað í framhaldsskólunum. Eineltið er fyrst og fremst af andlegum og félagslegum toga. Höfnun, hunsun og útilokun eru algengar birtingarmyndir þess og einnig miskunnarlausar, hæðnislegar og niðurlægjandi at- hugasemdir og illt umtal. Samskiptatækni, svo sem símar og Netið er mikið notuð sem ,,hjálpartæki“ við áreitni af þessu tagi. Líkamlegt einelti kemur hins vegar lítið sem ekkert við sögu. Athyglisvert er að félagslegt landslag framahaldsskólanna, þar sem hópa- og klíkumyndun er áberandi, myndar frjóan jarðveg fyrir einelti. Áhrif eineltis á líðan og skólagöngu þolendanna eru mjög alvarleg og afdrifarík. Þolendum þótti viðbrögð skólanna við eineltinu ekki bera árangur og fannst þau einkennast af úrræðaleysi. Einelti í framhaldsskóla birtist fyrst og fremst sem andlegt og félagslegt áreiti og kemur grimmileg framganga sumra gerenda á óvart. Í viðtölunum má greina ferns konar áreitni sem nemendur hafa orðið fyrir: Hunsun og höfnun, djók og grín, illt umtal og miskunnarlausar athugasemdir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við nið- urstöður fyrri rannsókna sem benda til að andlegt og félagslegt einelti aukist með aldrinum og líkist einelti í framhaldsskólunum þannig meira einelti á vinnustöðum en í grunnskólum (Björkqvist o.fl., 1994b; Einarsen o.fl. 1998, Rigby, 1997). Niðurstöðurnar eru sambærilegar við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í fram- haldsskólum í Noregi og Svíþjóð (El-Khouri og Sundell, 2005; Sandsleth og Foldvik, 2000). Einkennandi er þó að eineltið á sér fyrst og fremst stað milli nemenda, en ekki kom fram að kennarar hefðu verið virkir gerendur og lítið var á þá minnst í frásögn- unum, nema þá sem afskiptalitlum áhorfendum. Það heyrði til algerra undantekninga að þátttakendur hefðu orðið fyrir líkamlegu einelti og gerðu þeir jafnvel lítið úr því í samanburði við aðra áreitni sem þeir höfðu orðið fyrir. Atburðir sem falla undir skil- greiningar á kynferðislegri áreitni komu heldur ekki fram í sögum þolenda. Áberandi var hversu stórt hlutverk samskiptatæknin leikur í þessum málum. Allir þátttakendur töluðu um að tæknin væri notuð til að leggja nemendur í einelti. Blogg- síður eru taldar mjög hættulegar og spjallþræðir, SMS textaskilaboð og myndbands- upptökur voru farvegir fyrir einelti sem voru nefndir. Þolendurnir upplifðu sig varn- arlausa þar sem tæknivætt einelti getur hitt þolendur hvar sem er og hvenær sem er og erfitt er að fjarlægja eða eyða því sem einu sinni er komið á Netið. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna sem sýna að tæknivætt einelti eykst með aldri og virðist vera hrein viðbót eða nýr farvegur fyrir það andlega og félagslega einelti sem hér hefur verið lýst (Roland, 2002, Roland og Auestad, 2005; Ybarra og Mitchell, 2004). Það sem kom einna mest á óvart í niðurstöðunum er hversu greinilegt er á sam- tölum við bæði þolendur og nemendafélagshópinn að hið félagslega landslag fram- haldsskólans ýtir undir að einelti af því tagi sem hér er lýst fái þrifist. Greinilegt er að klíkumyndun er áberandi og mikilvægt er fyrir hvern og einn að tilheyra einhverjum hópi. Svo virðist sem þeir nemendur sem lentu í einelti hafi einhverra hluta vegna ekki fengið inngöngu í neinn hóp eða klíku eða verið vísað úr hópi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir eða fóru ekki að reglum hans eins og bent hefur verið á að algengt sé hjá þessum aldurshópi (Salmivalli og Voeten, 2004; Urberg o.fl., 1995). ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.