Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 56

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 56
56 Samt virðist þörfin fyrir aðrar áherslur vera rík því að hvað eftir annað hefur verið reynt að breyta í átt að framsæknu skólastarfi. Slíkar tilraunir hafa verið gagnrýndar fyrir að vera „tjasl“ (e. tinkering) á menntakerfinu (Tyack og Cuban, 2001). Einnig hefur verið rætt um hvort slíkar breytingar séu yfirleitt mögulegar þar sem sagan sýni ítrekað tilhneigingu til hefðbundinna kennsluhátta og námsmats (Goodlad, 1984; Ingvar Sigurgeirsson, 1992; Jón Torfi Jónasson, 2003–2004; Kristín Jónsdóttir, 2003). Námskráin í framkvæmd Margir þættir hafa áhrif á það hvernig kennarar framkvæma hina formlegu nám- skrá. Goodlad o.fl. (1979) bentu á að munur er á því sem hin formlega námskrá segir, því sem kennarar telja sig gera og svo aftur því sem þeir gera í raun. Þau segja enn fremur að skynjaða námskráin (e. perceived curricula), það hvernig kennarar skynji og túlki hina formlegu námskrá, hafi áhrif á það hvernig þeir starfa í skólastofunni (e. oprerational curricula). Rannsóknir á kennsluaðferðum og því hlutverki sem kenn- arar taka sér sýna að þeir hallast að hefðbundnum kennsluaðferðum, jafnvel þegar sú formlega námskrá sem er í gildi boðar fjölbreytni, sveigjanleika og samþættingu (Goodlad, 1975). Þannig geta hugsjónir og nýjungar náð alla leið inn í formlega nám- skrá en skila sér samt ekki í starfið í skólastofunni. Sterkir þættir eru til staðar sem ráða því að kennsluaðferðir haldast óbreyttar þó að samfélögin og menntaþarfirnar breyt- ist. Tyack og Cuban (2001) benda á að algengustu mistök þeirra sem reyna að umbylta menntun eða breyta verulega séu þau að gera ekki ráð fyrir stofnanatregðu skólans. Menntaumbætur eru fjölþætt og flókið ferli og því nauðsynlegt að hugsað sé um fleiri en einn þátt í einu (Fullan, 1982, 2001a, 2001b; Hargreaves, Earl, Moore og Manning, 2001; Hargreaves og Hopkins, 1991; Rúnar Sigþórsson, 1999). Stofnanatregða, bók- námstilhneiging, gæði nýjunga, aðgangur að upplýsingum, ytri stuðningur, stofnana- menning, mikilvægi skólastjórnenda og lykilhlutverk kennarans og kennsluaðferða eru nokkrir helstu áhrifaþættirnir sem fræðimenn hafa bent á að geti ýmist hindrað eða hvatt til að breytingar eigi sér stað í menntakerfum. Skólamenning er þáttur sem getur stutt við eða staðið á móti nýjum vinnubrögðum í skólastarfi. Menning í stofnun mótast af þeim skráðu og óskráðu reglum sem fólk þar hefur í heiðri og birtist í þeim vinnuanda eða andrúmslofti sem ríkir í skólanum (Jón Baldvin Hannesson, 1995). Ef nýjar hugmyndir eru ekki markvisst tengdar menn- ingu viðkomandi stofnunar myndast gjá í stofnanamenningunni og viðkomandi hug- myndir ná ekki fótfestu (Sarason, 1971). Að breyta menningu skóla er flókið, tímafrekt og seinlegt ferli og til þess þarf vilja á öllum stigum skólastarfsins, allir þurfa að vera virkir, stjórnendur, kennarar og nemendur (Börkur Hansen, 2003). Íslenskar og erlendar rannsóknir sýna að nýjungar í skólastarfi eru líklegri til að ganga vel ef þær hafa stuðning skólastjórnenda (Fullan, 1982, 2001b; Sigurlín Svein- bjarnardóttir, 2004). Hlutverk skólastjórnandans getur verið annars vegar að meta gildi og gæði nýjunga til að ákveða hvort þær eigi rétt á sér og hins vegar að tryggja stöðugleika, sem er nauðsynlegur að vissu marki (Sergiovanni, 1995). Skilaboð í námskrám eru stundum misvísandi eða óljós, sérstaklega hvað varðar framkvæmd- ina (Fullan, 2001b; Hargreaves o.fl., 2001). Kennarar þurfa stundum hjálp við að skilja NÝSKÖPUNARMENNT Í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.