Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 39

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 39
39 Upphafsmat: Haustið 2002 lagði aðgerðahópur mat á samstarf Oddeyrarskóla við fjölskyldur eins og það var á þeim tíma. Matslisti samstarfsáætlunar Ep- stein o.fl. (2002) var þýddur og aðlagaður. Með honum var mat lagt á samstarf skólans við heimili í öllum árgöngum og út frá sviðunum sex: uppeldi, sam- skiptum, heimanámi, sjálfboðavinnu og ákvarðanatöku. Ýmis skrifleg gögn sem til voru í skólanum voru auk þess notuð við greiningu á samstarfi skólans í upphafi og einnig síðar í rannsókninni. Þar má m.a. nefna fundargerðir, for- eldrakönnun skóladeildar Akureyrarbæjar frá 2000–2001, ýmis gögn um for- eldrasamstarf, skólanámskrá, fréttabréf skólans o.fl. Verkefnavinna kennara og foreldra: Verkefni og spurningar sem tengdust við- fangsefninu voru lögð fyrir alla kennara, foreldra í ákveðnum bekkjardeildum og aðgerðahóp á rannsóknartímanum. Sem dæmi unnu kennarar í hópavinnu verkefni um árangursríkar samstarfsaðgerðir, hvernig hugsanlega væri hægt að yfirvinna hindranir í samstarfinu o.fl. Foreldrar nemenda á unglingastiginu tóku þátt í hópavinnu á fundum skólans og svöruðu spurningalistum. Viðtöl: Tekin voru 12 viðtöl við 14 viðmælendur á tímabilinu 2003–2004. Viðmæl- endur voru fjórir foreldrar, sex kennarar, tveir nemendur og skólastjórnendur. Viðmælendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Leitað var að viðmælendum sem voru tilbúnir að miðla af reynslu sinni og höfðu áhuga á málaflokknum. Viðtölin voru óformleg og hálfopin. Spurningarnar tóku til ýmissa þátta sam- starfs skóla og heimila. Viðtölin voru vélrituð frá orði til orðs, greind og flokk- uð í þemu með tölvuforritinu NVivo. Spurningalistar: Til að öðlast heildarsýn yfir skoðanir og almenn viðhorf þátt- takenda voru tveir spurningalistar lagðir fyrir vorið 2004 í lokamati á þróun- arverkefninu. Annar listinn var lagður fyrir alla kennara skólans, alls 21, en hinn var sendur fjölskyldum allra nemenda við skólann, 210 talsins. Einn spurningalisti var sendur fyrir hvern nemanda. Svör bárust frá 146 heimilum sem var 70% svörun. Spurningar voru bæði opnar og lokaðar. Mat á vinnu aðgerðahóps: Aðgerðahópurinn lagði mat á starf sitt þrisvar sinnum á rannsóknartímabilinu. Skýrslugerð: Kennarar tóku saman skýrslu um þróunarverkefnið vorið 2003 (Rannveig Sigurðardóttir, Helga Hauksdóttir, Svanhildur Daníelsdóttir og María Aðalsteinsdóttir, 2003) og auk þess gerðu tveir kennarar 1. bekkjar skýrslu um samstarf sitt við foreldra. Búin voru til eyðublöð til að gefa yfirlit yfir aðgerðir og til að draga saman þau gögn sem safnað var (Gall, Borg og Gall, 1996). Gögn voru flokkuð eftir ákveðnum þemum, hugtökum, skilgreiningum og efnisþáttum sem lágu til grundvallar hverju sinni og í samræmi við rannsóknarspurningarnar. Réttmæti Starfendarannsóknum er ekki ætlað að skapa algildar lausnir sem hægt sé að yfirfæra beint yfir á aðrar aðstæður (Jón Baldvin Hannesson o.fl., 2002). Það gerir þessi ING IB JÖRG AUÐUNSDÓTT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.