Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 95

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 95
95 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON Gildi og skynsemi Skólastarf er gildishlaðin iðja – það stefnir að einhverju góðu. En sömu sögu er að segja um annað sem fólk tekur sér fyrir hendur; allt stefnir það að einhverju góðu. Þessi einföldu sannindi eru útgangspunktur Aristótelesar í siðfræðinni: Sérhver list og rannsókn, sérhver athöfn og val, virðist stefna að einhverju góðu. Því var hinu góða vel lýst sem markmiði alls (Aristóteles, 1995, 1094a1-3). Aristóteles rekur síðan hvernig gæði birtast með ýmsu móti og hversu ólíkar hug- myndir manna um hin æðstu gæði eru. Spurningin um gildi í skólastarfi er spurning um það að hvaða gæðum skólastarf stefnir og spurningin um grunngildi skólastarfs er þá spurning um hvort tiltekin gæði séu öðrum gæðum æðri. Þótt allir séu sammála um að skólastarf stefni að einhverju góðu, er ekki þar með sagt að einhugur sé um það að hvaða gæðum skólastarf stefnir – eða ætti að stefna. Flestir eru eflaust sammála um að heill og hamingja nemenda sé æðsta markmið skólastarfs, en slíkt samkomulag þarf ekki að vera nema í orði kveðnu því skilningur fólks á því í hverju heill og hamingja er fólgin er ærið ólíkur. Það er þessi staðreynd sem gerir brýnt að spyrja: (1) Hver eru grunngildin í skólastarfi í dag? En er þessari spurningu ekki auðsvarað einfaldlega með því að fara í skóla lands- ins og spyrja kennara. Eða með því að fylgjast með kennurum á vettvangi og ráða af athöfnum þeirra hvaða gildi búi að baki því sem þeir gera? Og loks mætti lesa nám- skrár, t.d. aðalnámskrár grunnskóla og leikskóla, og greina hvaða gildi eru þar lögð til grundvallar. Að fara á vettvang og spyrja kennara eða fylgjast með starfi þeirra til að grafast fyrir um grunngildi skólastarfsins kynni að varpa ljósi á spurninguna: (2) Hver eru fyrirferðarmestu gildin í skólastarfi í dag? En það þarf ekki að fara saman að tiltekin gildi séu fyrirferðarmikil og að þau séu í einhverjum skilningi grunngildi. Endurbætur á skólastarfi gætu einmitt miðað að því að gera grunngildin fyrirferðarmeiri, frekar en einhver önnur og kannski léttvæg gildi. Gallinn við að leita grunngildanna í aðalnámskrám er að engin trygging er fyrir því að þau gildi sem þar eru höfð í hávegum nái yfirleitt inn í skólana. Þannig gætu aðalnámskrárnar tilgreint tiltekin gildi, sem væru réttnefnd grunngildi, en þessi gildi hefðu lítil sem engin áhrif á skólastarf. Aðalnámskrá er stýritæki en það er engin trygging fyrir því að hún hafi þau áhrif sem henni er ætlað að hafa. Þar að auki er ekki Uppeldi og menntun 16. árgangur 1. hefti, 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.