Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 66

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 66
66 miklu meira svona eiginlega fannst manni að maður hefði eitthvað sem maður hefði frá [sjálfum sér].“ Að sögn nýsköpunarkennaranna var áberandi að í hópum þar sem nemendur voru ekki vanir sjálfstæðum vinnubrögðum gekk nýsköpunarkennslan verr en í hópum þar sem nemendur höfðu vanist slíkum vinnubrögðum hjá umsjónakenn- urum sínum. Þetta undirstrikar enn frekar nauðsyn þess að vinnubrögð sem ástund- uð eru í nýsköpunarmennt séu ekki bara fyrirkomulag eins eða fárra kennara. Slíkar vinnuvenjur myndu ekki aðeins styrkja nýsköpunarmenntina heldur einnig allar þær námsgreinar í skólanum sem byggja á sjálfstæðum og fjölbreyttum vinnubrögðum. Ef nemendur eiga að geta axlað þá ábyrgð sem fylgir frelsinu í sjálfstæðu námi þurfa þeir að alast upp við vinnubrögð sem gera ráð fyrir sjálfstjórn í námi (Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 2002). Kynning á nýjungum í námskrá Í rannsókninni kemur ítrekað fram að ekki hafi farið fram nógu mikil kynning á ný- sköpunarmennt þegar hún var tekin í námskrá grunnskóla 1999. Í viðtölunum við skólastjórnendur og ráðuneytisfólk og í vettvangsathugun á kynningu fyrir starfandi kennara kom fram að nýsköpunarmennt eða nýsköpun og hagnýting þekkingar fékk litla kynningu með tilkomu í námskrána 1999. Ljóst er að þær hindranir sem standa í vegi fyrir nýjungum eins og nýsköpunarmennt eru yfirstignar í skólum þar sem nægjanlegur áhugi er fyrir hendi enda mikilvægi greinarinnar þar viðurkennt. Slík viðurkenning og áhugi fæst ekki nema fólkið sem á að framkvæma verkið viti um hvað það snýst, hvaða hugsjónir liggja að baki og hvað það þýðir í framkvæmd (Full- an, 1982). Segja má að í því að kynna nýjungar í námskrá lítið eða ekki felist skilaboð sem tilheyra hinni duldu námskrá, skilaboð um mikilvægi eða lítilvægi námsgreinar. Ef nýsköpunarmennt á að teljast mikilvæg þarf að kynna hana í atvinnulífinu, fyrir almenningi, ráðamönnum, skólastjórnendum og kennurum. Í því fælust skilaboð um að hér væri uppbyggjandi og menntandi námsgrein eða námssvið á ferðinni sem þyrfti að sinna. NIÐURLAG Hugmyndir og hugsjónir um menntun ná stundum að birtast í formlegri námskrá en framkvæmd þeirra er ekki þar með tryggð. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að nýsköpunarmennt hafi ekki náð fótfestu sem námsgrein í íslenskum grunnskólum. Formleg kennsla í nýsköpunarmennt var í tæplega 10% íslenskra grunnskóla veturinn 2003–2004. Samræmd próf virðast hafa mikil áhrif á skipulag náms í efri bekkjum grunnskóla. Samræmdu prófunum virðast fylgja bóknámsáherslur sem eru meira áberandi í eldri bekkjum grunnskóla. Skólastjórnendur og ráðuneytisfólk sem rætt var við í rannsókn- inni benti á að eindregin skipting í námsgreinar og bóknámsáherslur ykjust eftir því sem ofar drægi í grunnskólanum. Námsgreinar eins og nýsköpunarmennt, sem leggja áherslu á ferli og verklega framkvæmd, þurfa annars konar námsmat en notað er í NÝSKÖPUNARMENNT Í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.