Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 74

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 74
74 FRÆÐILEGT SAMHENGI Kennarastéttin er talin meðal þeirra fagstétta sem einna helst er hætt við að kulna (Travers og Cooper, 1996; Maslach og Schaufeli, 1993; Borg og Riding, 1991; Farber, 1991). Í samanburði við aðrar fagstéttir sýna kennarar sterk einkenni kulnunar (Schau- feli og Enzmann, 1998; Maslach, Jackson og Leiter, 1996). Vert er þó að hafa í huga að flestir kennarar eru ekki kvíðnir, streittir, áhugalausir eða kulnaðir (Farber, 1984), heldur þvert á móti (Rudow, 1999; Kinnunen, Parkatti og Rasku, 1994). Brautryðjendur í rannsóknum sem hófust upp úr 1970 voru geðlæknirinn Herbert J. Freudenberger og félagssálfræðingurinn Christina Maslach og beindust þær í upphafi að heilbrigðisstarfsfólki. Rannsóknir Freudenbergers byggðust á klínískum grunni og hann notaði orðið kulnun yfir mikla starfsþreytu (Freudenberger, 1974). Sjónarhorn Maslach var út frá félagssálfræði og kenningar hennar eiga við um alla sem vinna náið með fólki og fyrir fólk (Maslach, 1982; Jackson, Schwab og Schuler, 1986). Ákveðnar aðstæður í bandarísku þjóðfélagi, þar sem rannsóknirnar hófust, og sér- stakt samspil efnahagslegra, félagslegra og sögulegra þátta leiddu til frekari rannsókna á kulnun. Nefna má breytingar á hefðbundnu öryggisneti fjölskyldna og nærumhverf- is, þróun félags- og heilbrigðisþjónustu, sem gerði meiri kröfur til fagstétta, og aukin áhrif stjórnvalda. Einnig má nefna auknar kröfur starfsmanna til starfsumhverfisins, svo sem um meiri starfsánægju og umbun í starfi, sem og væntingar sem e.t.v. stóðust ekki (Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001; Maslach og Schaufeli, 1993). Hugtakið kulnun hefur þróast fræðilega og rannsóknir á því tengjast öðrum skyldum hugtökum. Því er stundum ruglað saman við önnur tengd hugtök, einkum streitu (Maslach og Schaufeli, 1993; Farber, 1991; Maslach, 1982). Rannsóknir síðustu 30 árin sem byggjast á reynslugögnum og reyna að meta kulnun og orsakir hennar hafa leitt í ljós að fyrirbærið er flókið. Samspil starfsmanns og starfs hefur áhrif og ástæður eru taldar liggja fremur í starfsumhverfi en hjá starfsmanni. Sérstök hætta er á langvar- andi spennu eða ofreynslu þegar starfsmanni finnst vera misræmi milli þess sem hann leggur af mörkum og þess sem hann uppsker (Maslach, 2003; Maslach og Leiter, 1997; Maslach, 1993). Kenningar Maslach Rannsóknir Maslach beindust upphaflega að því hvernig fólk tekst á við ýmsar til- finningar sínar í starfi sínu. Maslach fékkst við það sem hún kallaði „kaldlyndi í garð annarra“ og „tilfinningalega fjarlægð“ eða hlutgervingu. Þessi hugtök sótti hún til heil- brigðisstétta og taldi að starfsmenn beittu þeim fyrir sig í varnarskyni, þar sem þeim væri nauðsynlegt að sýna hluttekningu og samúð en jafnframt halda ákveðinni fjar- lægð til að geta sinnt starfi sínu af fagmennsku (Maslach, 1993). Kenningar Maslach eru m. a. byggðar á miklum fjölda viðtala, fyrst við starfs- menn úr heilbrigðisstéttum og kennara og síðar fólk í öðrum störfum sem ekki hef- ur jafn náin tengsl við skjólstæðinga. Þá gerði hún víðtækar vettvangsathuganir. Maslach varð fljótlega ljóst að samband fagmanns og skjólstæðings væri grundvall- aratriði og skilgreindi hún þrjá þætti kulnunar, tilfinningaþrot (emotional exhaustion), L ÍÐAN KENNARA Í STARFI – VINNUGLEÐI EÐA KULNUN?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.