Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 96

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 96
96 víst að aðalnámskrár séu yfirleitt nógu heilsteyptar eða sjálfum sér samkvæmar til að þar megi festa hendur á tilteknum gildum sem grunngildum. Sá vandi sem hér kemur í ljós varðar þau gögn sem gætu hjálpað okkur að svara spurningu (1) af einhverju viti. Þau gögn sem verða til með því að spyrja kennara, fylgjast með starfi þeirra eða rýna í aðalnámskrár eru mikilvæg og geta varpað marg- víslegu ljósi á skólastarf, en þau eru bara ekki líkleg til að svara þeirri spurningu sem við lögðum upp með. Það er raunar annar vandi hér sem gjarnan er horft fram hjá vegna þess hversu hversdagslegur hann er; nefnilega vandinn við að segja hvað gildi eru yfirleitt. Og þá líka hver sé munurinn á grunngildum og annars konar gildum. Þennan vanda verður að leysa áður en hægt er að takast á við vandann um réttu gögnin sem ég lýsti að framan. Þar er gengið að því vísu að (i) það séu til gildi og það sé tiltölulega ljóst hver þau séu, og (ii) að greinarmunurinn á grunngildum og öðrum gildum sé sæmilega skýr (a.m.k. í skólastarfi). Gildi og tæknileg skynsemi Við segjum að A hafi gildi fyrir B – t.d. að menntun hafi gildi fyrir lýðræði, að þroski hafi gildi fyrir velferð einstaklingsins, að réttlæti hafi gildi fyrir samfélagið o.s.frv. – þegar A er mikilvægt fyrir B. Ef ég vil vera hraustur og fallegur, þá þarf ég að borða hollan mat og hreyfa mig og þess vegna hafa hollur matur og hreyfing gildi fyrir mig. Í þessu dæmi er markmiðið gefið – að vera hraustur og fallegur – og gildi holls matar og hreyfingar er undir þessu markmiði komið. Við getum sagt að gildi holls matar og hreyfingar sé afstætt við markmiðið. Fangi í hungurverkfalli hefur ekki þörf fyrir mat og því hefur matur ekki gildi fyrir hann – að minnsta kosti ekki í sama skilningi og hann hefur gildi fyrir mig (Þorsteinn Gylfason, 1998). Í dæminu hér að framan hefur hollur matur og hreyfing gildi fyrir mig vegna þess að það er leið að markmiði sem ég hef sett mér. Að markmiðinu gefnu er skynsam- legt fyrir mig að borða hollan mat og hreyfa mig. Að eitthvað hefur gildi í þessum skilningi má leggja að jöfnu við að það sé skynsamlegt. Skynsemishugtakið hér er tæknilegt hugtak. Samkvæmt hinu tæknilega skynsemis hugtaki er skynsemisdómur – dómur um að eitthvað sé skynsamlegt – dómur um leiðir að markmiði. Við segjum t.d. að það sé skynsamlegt fyrir Pétur að borða rjómaís vegna þess að Pétur vill fitna og með því að borða rjómaís er líklegt að hann fitni. Þar með hefur rjómaís gildi fyrir hann. En er makmiðið skynsamlegt? Ef við segjum að markmiðið sé skynsamlegt, þá krefst hið tæknilega skynsemishugtak þess að við tilgreinum annað markmið – æðra markmið – og metum svo hvort það að fitna sé vænleg leið til að ná því markmiði. Þannig er það sem er skynsamlegt í þessum skilningi ávallt afstætt við markmið, en ef við komumst svo langt í keðju markmiða að finna hið endanlega markmið, þá getum við ekki dæmt það skynsamlegt eða óskynsamlegt. Hið tæknilega skynsemishugtak nær einfaldlega ekki yfir það. Ef við nálgumst spurninguna um grunngildi í skólastarfi á þennan hátt, þá blasir við að spyrja: V IÐHORF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.