Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 101

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 101
101 eins. Vandinn hér – og kannski stærsta ögrun skipulegs almenns skóla – er að skapa einstaklinga sem geta sjálfir sett sér verðug markmið, hver sem þau kunna að vera, og leitast við að ná þeim á vettvangi mannlífsins. Rousseau orðaði þetta með eftirfarandi hætti: Samkvæmt skipan náttúrunnar eru allir menn jafnir, sameiginleg köllun þeirra er að vera menn, og hver sá sem er vel undir þá köllun búinn getur ekki upp- fyllt slælega neina köllum sem henni tengist. Hvort það er herinn, kirkjan eða barinn sem bíður nemanda míns varðar mig litlu. Burtséð frá köllun foreldra hans, leggur náttúran á herðar honum skyldur mannlegs lífs. Að lifa er sú iðn sem ég hyggst kenna honum (Rousseau, 2003, bls. 8. Ísl. þýð. Ó. P.). En hvernig kennum við þá iðn að lifa? Hér togast á a.m.k. tvenns konar sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið sem leggur áherslu á faglegan undirbúning fyrir starfsvettvang, og hins vegar sjónarmið sem leggur áherslu á almenna menntun sem undirbúning fyrir það að taka þátt í samfélaginu. Fyrra sjónarmiðið virðist eiga góðan hljómgrunn meðal menntayfirvalda ef marka má hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs. Hugmyndin um að æskilegt sé að stytta námið byggist á einhverskonar hagkvæmnisjónarmiði sem leggur áherslu á að nemendur komist fyrr í háskóla og fyrr út á vinnumarkaðinn. Gæði skólans eru metin eftir afköstum og afköstin eru mæld með brautskráðum stúdentum sem eru færir um að takast á við nám á háskólastigi. Hér hefur spurningin um hvernig skuli kenna þá iðn að lifa vikið fyrir spurningunni um hvernig megi kenna þá iðn að vinna. Menntun miðast við vinnumarkað. Spurn- ingunni um hið góða líf hefur einfaldlega verið vikið til hliðar. Það sjónarmið sem leggur áherslu á almenna menntun leggur áherslu á að und- irbúa börn fyrir þátttöku í opnu og lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi. En líka í samfélagi sem einkennist af mikilli samkeppni, markaðshyggju, hnattvæðingu og hraða. Í þessu samfélagi á mennskan undir högg að sækja. Að kenna fólki þá iðn að lifa felur í sér að kenna því að leggja rækt við mennskuna, bæði í eigin ranni og í samfélagi við aðra. Í opnu og lýðræðislegu fjölmenningar samfélagi felur þetta m.a. í sér að hver og einn verður að geta tekist á við margbreytilega menningu, ágreining um gildi og átök um takmarkaðar auðlindir án þess að missa sjónar á sjálfum sér og án þess að lítilsvirða aðra. Þessar kringumstæður kalla á lýðræðislegt uppeldi – uppeldi þar sem við lærum að líta á „þá sem við eigum í ágreiningi við – jafnvel djúpstæðum ágreiningi – sem einstaklinga sem við getum lært af, og að sama marki, sem vini“ eins og Dewey orðaði það (Dewey, 1998, bls. 342). Þessar kringumstæður kalla líka á fag- urfræðilegt uppeldi þar sem fólk lærir að bera skynbragð á ólík og stundum framandi verðmæti (Ólafur Páll Jónsson, 2007). Í stuttu máli, í nútímanum ætti næmi fyrir ólík- um verðmætum, og sér í lagi það að sjá verðmæti í öðru en manns eigin hagsmunum, að vera grunngildi í skólastarfi. ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.