Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 59

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 59
59 Reynslunámskráin Reynslunámskráin3 (e. experiential curricula) er sú upplifun og reynsla sem nemend- ur fá af kennslunni og náminu sem þeim býðst í skólunum. Í doktorsrannsókn sinni fylgdist Rósa Gunnarsdóttir með nemendum og kennurum í nýsköpunarmennt og ræddi við þau um námið (2001). Rannsókn hennar var byggð upp sem tengdar tilviks- rannsóknir þar sem viðhorf nemenda og kennara til greinarinnar voru skilgreind sem og námsferillinn. Niðurstöður hennar sýndu að nemendur í nýsköpunarmennt læra á virkan hátt og í leiðinni byggja þeir upp sjálfsmynd sína. Þeir nýta meðfædda sköp- unargáfu sína og fyrri þekkingu í sköpunarferlinu og móta verulega innihald og leiðir nýsköpunarnámsins og leita þeirrar þekkingar og kunnáttu sem þá vantar. Í námi í nýsköpunarmennt eru þjálfuð sjálfstæð vinnubrögð þar sem nemandinn hefur alltaf aðgang að öðrum sem geta stutt hann áfram, bæði nemendum og kennaranum. Rannsóknarspurningar Eins og fram kemur í umfjölluninni hér að framan er margt sem getur haft áhrif á það hvernig hugsjónir um skólastarf komast til framkvæmda og verða hluti af upp- lifun og reynslu nemenda. Rannsóknin var gerð með það fyrir augum að skoða hvernig nýsköpunarmennt varð til á Íslandi og hversu útbreidd námsgreinin væri í grunnskólum og að kanna hvaða þættir virkuðu annars vegar hvetjandi og hins vegar hamlandi á almenna útbreiðslu hennar. Í rannsókninni var leitast við að svara tveimur meginspurningum: • Hver er staða nýsköpunarmenntar í námskrá og í framkvæmd á grunn- skólastigi? • Hvað greiðir fyrir og hindrar útbreiðslu nýsköpunarmenntar? Gagna var aflað með spurningalista, viðtölum, þátttökuathugunum og greiningu ýmissa gagna. AÐFERÐIR Rannsóknin fór að mestu fram veturinn 2003–2004 og var haldið áfram veturinn 2004–2005 og lauk vorið 2005. Beitt var blönduðum aðferðum. Haustið 2003 var spurn- ingakönnun um nýsköpunarkennslu sett upp á netsíðu. Sent var bréf til allra grunn- skóla í landinu í tölvupósti og voru skólastjórar þeirra beðnir að svara spurningalist- unum. Tekin voru viðtöl við frumkvöðla nýsköpunarmenntar, nýsköpunarkennara, nemendur, starfsmenn menntamálaráðuneytis og skólastjórnendur, samtals 15 ein- staklinga, og gerðar fimm þátttökuathuganir. Í viðtölum var rætt um áhrifaþætti í kennslu nýsköpunarmenntar og kannað hver væri reynsla viðmælenda af náms- greininni. Þátttökuathuganir fóru fram í nýsköpunartímum og móðurmálstímum hjá sömu hópum í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu og í kynningu um nýsköp- SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR 3 Í meistaraprófsritgerð minni nota ég orðin upplifaða námskráin yfir þetta hugtak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.