Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 27

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 27
27 hafa þeir sjálfir nokkuð skýrar hugmyndir um hvernig koma megi í veg fyrir einelti og taka á slíkum málum. Þeim fannst aðalatriðið að opna umræðu um að einelti ætti sér stað í framhaldsskólanum, þeir töldu þögnina vera sinn versta óvin. Það kom einnig nokkuð skýrt fram í umræðu nemendafélagsins að þau gerðu sér grein fyrir því að áreitni ýmiss konar væri stunduð í skólanum en það virtist vanta herslumuninn á að þau áttuðu sig á því hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir þolendur. Þau úrræði sem þolendurnir nefndu eru í anda þess sem fræðimenn hafa lagt til (sjá t.d. Marta Kristín Sigmarsdóttir, 2002; O´Moore, 2005; Rigby, 2002b) og munum við fjalla stuttlega um þau hér. Í umræðu um úrræði gegn einelti hefur verið lögð áhersla á að gerendum sé ekki refsað heldur reynt að nota lausnamiðaða leið til að vinna með málin, þar sem nem- endur ræða með kennara hvernig megi bæta stöðu einstaklings sem hefur orðið fyrir einelti. Þessi aðferð hefur verið kölluð án ásakana (e. no blame) og er byggð á þeirri hugmynd að einelti fari oft fram í hópum og þess vegna geti viðhorfsbreyting og þrýstingur félaga orðið til þess að hafa áhrif á gerendur og fengið þá til að hætta að leggja viðkomandi í einelti (Rigby, 2002a,c). Svipuð aðferð, með líkum áherslum, hefur verið kölluð ,,sameiginleg umhyggja“ og miðar að því að leita úrlausna á eineltisað- stæðum og koma á samskiptareglum sem hjálpi nemendum að lifa í sátt og samlyndi innan sama skóla (Sharp og Smith, 1994/2000). Telja má að aðferðir í þessum anda hæfi vel aldri og þroska nemenda í því félagslega landslagi sem virðist einkenna fram- haldsskólann. Þar sem birtingarmyndir eineltis meðal nemendanna sem við var rætt eru líkari vinnustaðaeinelti en því sem fram fer í grunnskólanum tökum við undir með þeim sem telja að hægt sé að nota líkar leiðir við forvarnar- og meðferðarstarf eineltismála á vinnustöðum og í skólum (Einarsen o.fl., 1998). Í bæklingi sem Starfsmannafélag ríkis- stofnana, hefur gefið út er til dæmis bent á ýmislegt sem stjórnendur geta gert til að vinna gegn einelti á vinnustöðum. Má þar nefna þætti eins og: að skapa skýra stefnu gegn einelti, fræðslu, að virkja ábyrgð starfsmanna á því að einelti verði ekki liðið, að huga vel að skipulagi starfsumhverfis og að kanna líðan starfsmanna reglu lega. Þegar vinnustaðir hafa sett sér skýra eineltisstefnu er líklegra að þolendur eineltis leiti sér aðstoðar og samstarfsmenn styðji þá frekar (Sara Hlín Hálfdanardóttir, 2004). Sem dæmi um heildstætt forvarnar- og átaksverkefni á framahaldsskólastigi má taka tilraunaverkefni í Noregi sem hrint var í framkvæmd í kjölfar rannsóknar á ein- elti (Sandsleth og Foldvik, 2000). Ákveðið var að byggja upp langtíma heildaráætlun innan skóla með virkri þátttöku nemenda, kennara og annars starfsfólks (Flaatten og Sandsleth, 2005). Áhersla var lögð á að skapa námsumhverfi í framhaldsskólunum sem einkenndist af virðingu og gagnkvæmu umburðarlyndi allra. Verkefnið hafði tvö meginmarkmið: a) Að þróa þekkingu og meðvitund (n. bevissthed) um einelti og aðra óæskilega hegðun. b) Að auka hæfni starfsfólks og nemenda til að vinna forvarnar- og meðferðarstarf og bæta þannig skólabraginn. Við mat á árangri verkefnisins kom í ljós að samskiptin í heild höfðu töluvert batnað í skólunum sem tóku þátt í verkefninu (Holmberg, 2003). Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2004) segir: ,,Skólum ber að marka sér stefnu í for- vörnum og stuðla að þeim með markvissum hætti. Hér er átt við þætti svo sem vanlíð- ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.