Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 37
37 4. skref – framkvæmdaáætlun: Drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun eru skipulögð og einnig nákvæm framkvæmdaáætlun til eins árs. Drögin eru lögð fram til umsagnar eins víða og hægt er; fyrir foreldra, kennara, nem- endaráð, skólanefnd og foreldraráð. 5. skref – áframhaldandi skipulagning framkvæmdaáætlunar: Árlega þarf aðgerða- hópurinn að yfirfara skipulagið, endurskipuleggja og setja fram nýja áætlun. Aðgerðahópurinn þarf að svara því hvernig hægt sé að tryggja að sam- starfsáætlunin þróist að því markmiði að fjölga þeim fjölskyldum sem eru samstarfsaðilar skólans við menntun og uppeldi nemenda. Lögð er áhersla á að aðilar geri sér grein fyrir áföngum sem náðst hafa, kynni þá og fagni þeim (Epstein, 2001). Skólaþróun og foreldrar Í umfjöllun um skóla sem ná árangri kemur fram að þátttaka foreldra og tengsl skóla við samfélagið eru meðal helstu einkenna skilvirkra skóla (Hopkins, 1992; Creemers, 1996; Sammons, 1995; Stoll, 1991). Slíkir skólar byggja upp fjölbreyttar aðferðir til sam- skipta. Foreldrar og fulltrúar samfélagsins taka þátt í starfi skólans og eiga aðgang að ákvarðanatöku. Foreldrar eru hluti af mannauði skólans, á þá er treyst í baráttumálum og þeir eru málsvarar skólans. Gott skólafólk, segir Sergiovanni (2001), tryggir þátt- töku foreldra í námi barna sinna. Hugtakið skólaþróun beinir sjónum að framförum í starfi skóla. Hopkins (1992) segir reynslu og rannsóknir síðasta áratuginn beina athyglinni að þremur meginþátt- um skólaþróunar: 1. Breytingar felast í því að þróa nýjar aðferðir fremur en einfaldlega að ákveða að aðlaga sig breytingum. 2. Skólaþróun er vandlega skipulagt og stýrt ferli sem tekur nokkur ár að koma á. Það er ferli en ekki atburður. 3. Það er mjög erfitt að breyta skólastarfi, jafnvel einni kennslustofu, án þess að breyta skólanum sem stofnun. Samvinna kennara og skólastjórnenda er venjulega einnig nauðsynleg (Hopkins, 1992). Ef mið er tekið af uppbyggingu samstarfsáætlunar Epstein og vinnuferli hennar fellur hún að meginþáttum skólaþróunar eins og fram kemur hjá Hopkins (1992). RANNSÓKN OG AÐFERÐ Sá hluti rannsóknarinnar sem er til umfjöllunar í þessari grein tekur til eftirfarandi rannsóknarspurninga: 1. Hvernig hentar samstarfsáætlun Joyce L. Epstein (2001) íslenskum grunn- skóla og hvaða breytingar þarf hugsanlega að gera á henni til að hún nýtist sem best við aðstæður hér á landi? ING IB JÖRG AUÐUNSDÓTT IR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.