Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 63

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 63
63 Skólastjórnendur – skólamenning – skipulag og áherslur Skólamenning og viðhorf skólastjórnenda ráða miklu um það hvort nýsköpunarmennt nær fótfestu í grunnskólum eða ekki. Skólamenning birtist meðal annars í þeim vinnu- venjum sem tíðkast í skólunum, „hvernig hlutirnir eru gerðir hér“ (Börkur Hansen, 2003). Þeir nemendahópar sem voru vanir því að vinna sjálfstætt áttu auðveldara með að vinna í nýsköpunartímum að sögn nýsköpunarkennaranna sem rætt var við. Þar sem skólamenning styður samþætt vinnubrögð og áhersla er á fjölbreytt námsmat er hagstæðari jarðvegur fyrir nýsköpunarmennt og aðrar námsgreinar og áherslur sem skipast þvert á hefðbundnar námsgreinar. Greina mátti að sú skólamenning sem ríkir á yngri stigum sé sveigjanlegri en í efri hluta grunnskólans því þar eru hindranir eins og skipting í námsgreinar og fastbundin stundaskrá léttvægari. Af svörum við spurn- ingalistanum mátti annars vegar sjá að nýsköpunarmennt var lítið kennd á efri stigum og hins vegar sögðu skólastjórnendurnir í hópviðtali að stundaskrá efri hluta grunn- skólans væri greinabundnari en á yngri stigunum. Skólastjórnendur bentu á að sam- þætt verkefni væru frekar skipulögð á yngri stigum en í eldri hluta grunnskólans. Starfsmenn í menntamálaráðuneyti sem rætt var við og hafa góða yfirsýn yfir starf íslenskra skóla sögðu að skipulag aðalnámskrár með strangri, afmarkaðri markmiðssetningu „girti fyrir“ að skipulögð væru samþættandi verkefni og væru þau áhrif sérstaklega áberandi á efri stigum grunnskóla. Þeir bentu á að sú stað- reynd að engin tímaúthlutun væri fyrir nýsköpun og hagnýtingu þekkingar hefði veruleg áhrif á framboðið í skólunum. Þeir sögðu enn fremur að það hindraði kennslu greinar eins og nýsköpunarmenntar hversu upptekið skólafólk væri af því í efri bekkj- unum að undirbúa samræmdu prófin. Þeir bentu á að það þyrfti að breyta mats- aðferðum okkar þannig að námsgreinar og vinnubrögð eins og eru viðhöfð í nýsköp- unarmennt væru metin hátt, jafnt af nemendum og foreldrum þannig „að þeim finnist ekki að nemandinn sé að eyða tímanum til einskis“. Í hópviðtali við skólastjórnendur kom fram að þeir töldu að skólastjórar hefðu mikið um það að segja hvort tekist væri á við nýjungar í skólastarfinu. Einn skóla- stjórnandi sagði að ef skólastjórinn hefði áhuga væri svigrúm til að koma nýsköp- unarkennslu að í grunnskólanum. Hinir stjórnendurnir tóku undir þetta sjónarmið og töldu að skólastjórinn yrði að hafa áhuga á viðfangsefninu til að hleypa því að, enda væru margar nýjungar í boði og margar skyldur að uppfylla í grunnskólanum. Áhrifamáttur skólastjórnenda hvað varðar nýjungar í skólastarfi er viðurkenndur í fræðunum en skólastjórnendum er vandi á höndum þar sem þeir þurfa annars vegar að innleiða nýjungar en hins vegar að gæta þess að þær verði ekki of margar og sam- hengislausar (Börkur Hansen, 2003; Hargreaves og Hopkins, 1991; Sergiovanni, 1995; Sigurlín Sveinbjarnardóttir, 2004). Einn skólastjórinn benti á að skilaboðin sem skólarnir fá frá yfirvöldum og sam- félaginu séu misvísandi. Annars vegar er óskað eftir einstaklingsmiðuðu námsskipu- lagi en hins vegar séu samræmdu prófin með þeirri bóknámsáherslu sem þeim fylgir. Sama skoðun heyrðist hjá aðilum í menntamálaráðuneytinu sem bentu á ósamræmi í orðræðu og framkvæmd. Orðræðan segir: einstaklingsmiðað nám, sveigjanleiki og samþætting, en hins vegar er það vald námsgreina, námsmatið, samræmdu prófin og bóknámsáherslurnar sem sýna sig í framkvæmd skólastarfsins. SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.