Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 11
11 einnig oft að vinnunni sjálfri (Einarsen, Hoel og Nielsen, e.d.). Þolendur eineltis á vinnustöðum telja birtingarmyndir þess vera einkum fjórar: Félagsleg útilokun eða einangrun, einstaklingi ýtt til hliðar eða litið fram hjá viðkomandi í vinnunni (n. org- anisatorisk utstötelse), athugasemdir um vinnuna, t.d. að henni sé ekki nógu vel sinnt eða lítið er gert úr viðkomandi starfsmanni, og beitt særandi stríðni og slúðri (n. fleiping) eða grín gert að fólki (Einarsen o.fl., 1998). Athyglisvert er að líkamlegt einelti er ekki nefnt. Þetta undirstrikar enn frekar að hjá fullorðnu fólki er einelti meira af andlegu eða félagslegu tagi en líkamlegu. Félagsleg stjórnun (e. social manipul- ation), árasargjarnar athugasemdir sem á yfirborðinu virðast skynsamlegar (t.d. með því að starfsmanni eru sett ómöguleg markmið eða störf hans vanmetin) (e. rational appearing aggression) og kynferðisleg áreitni hefur einnig verið nefnt sem dæmi um eineltishegðun á vinnustöðum (sjá t.d. Björkquist, Österman og Lagerspetz, 1994b; Einarsen, Hoel og Nielsen, e.d; Einarsen, 2005; Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Ása Guð- björg Ásgeirsdóttir og Þóra Magnea Magnúsdóttir, 2004). Með þróun í rafrænni samskiptatækni hefur komið fram ný tegund af einelti sem kallað hefur verið tæknivætt einelti (e. cyberbullying eða online harassment) (Ybarra og Mitchell, 2004). Möguleikar til að beita einelti með aðstoð tækninnar eru margvíslegir. Má þar nefna ýmiss konar spjallþræði, tölvupóst og bloggsíður á Netinu (Anna Mar- grét Sigurðardóttir, 2005; Ybarra og Mitchell, 2004) svo og samtöl með farsímum, SMS textaskilaboðum og myndboðum (Roland og Auestad, 2005). Unglingar, sem flestir eru vel tæknivæddir, geta orðið fyrir einelti á spjallrásum, með tölvupósti, ógnandi textaskilaboðum og samtölum í farsímum (Finkelhor, Mitchell og Wolak, 2000; Roland, 2002; Smith, 2004). Einnig hafa nemendur verið myndaðir í búningsherbergjum og myndir settar á Netið (Roland og Auestad, 2005). Öfugt við hið hefðbundna líkamlega einelti eykst tæknivætt einelti með hækkandi aldri. Auk þess virðist það vera annar hópur nemenda sem tekur þátt í slíku (Roland, 2002; Roland og Auestad, 2005; Ybarra og Mitchell, 2004). Því má segja að notkun tækninnar við einelti sé hrein viðbót við hitt. Þar sem framhaldsskólanemar eru af kynslóð sem lifir á upplýsingaöld er ekki að undra að þeir noti tæknina sem farveg fyrir einelti. Líta má á einelti sem hóphegðun, þar sem einstaklingur verður kerfisbundið fyrir einelti frá fleiri en einum (Salmivalli, 2004). Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar einelti er kannað hjá ungu fólki því þegar komið er á unglingsár verður félagahópurinn stærri og mikilvægari fyrir nemendur (Flaatten og Sandsleth, 2005; Salmivalli, Lappla- inen og Lagerspetz, 1998) og ríkjandi viðmið í hópnum stjórna hegðun einstaklinga við eineltisaðstæður, sérstaklega meðal stúlkna (Salmivalli o.fl. 1998; Urberg, Degir- mencioglu, Tolson og Halliday-Scher, 1995). Þetta virðist valda því að eldri nemendur hafa til hneigingu til að hunsa einelti sem þeir verða vitni að. Yngri nem endur eru til- búnari til að styðja við þolandann (Salmivalli og Voeten, 2004; Rigby og Johnson, e.d) en það virðist verða mikilvægara fyrir þá eldri að tilheyra hópi og fylgja reglum hans. Eins og fram hefur komið hafa fáar rannsóknir verið gerðar á einelti meðal fram- haldsskólanema. Ein undantekning er rannsókn sem gerð var í níu framhaldsskólum í Noregi (Sandsleth og Foldvik, 2000). Niðurstöður hennar sýna að einelti birtist á annan hátt hjá eldri en yngri gerendum því algengasta formið á einelti meðal fram- ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.