Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 12
12 haldsskólanemanna var óæskilegt blaður og stríðni. Einnig var mikið um að grín væri gert að viðkomandi eða hann yrði fyrir óþægilegum athugasemdum, baktali, fjandsamlegum viðhorfum og höfnun. Aftur á móti var einelti í formi líkamlegrar eða kynferðislegrar áreitni mun sjaldgæfara. Það vekur athygli að kennarar voru einnig virkir gerendur. Um fimmti hluti nemendanna taldi sig hafa orðið fyrir einelti frá kennurum. Þegar kennarar lögðu nemendur í einelti var algengast að þeir gerðu grín að viðkomandi eða hæddu hann. Mjög svipaðar niðurstöður komu fram í sænskri rannsókn meðal framhaldsskólanemenda (El-Khouri og Sundell, 2005). Rannsóknir sem gerðar hafa verið á einelti í framhaldsskólum benda til að það líkist frekar einelti á vinnustöðum en í grunnskólum. Lítið er um líkamlegt einelti en þeim mun meira um andlega eða félagslega áreitni eða hunsun. Þessar óáþreifanlegu birtingarmyndir eru mögulega ástæða þess að talið hefur verið að einelti viðgangist ekki í framhaldsskólunum. Þar sem skilgreiningar á einelti eru á reiki og óljóst í hvaða mynd það birtist meðal ungs fólks er mikilvægt að byrja á að kanna hvernig þeir fram- haldsskólanemendur sem lent hafa í einelti lýsa áreitninni sem þeir urðu fyrir, svo betur megi glöggva sig á því í hverju einelti í þessum aldurshópi felst. Gera má ráð fyrir að einelti þróist yfir í að verða óbeinna, duldara, félagslegra og tæknivæddara, eins og fram hefur komið, með auknum þroska og aldri fólks. Afleiðingar eineltis Einelti getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, bæði andlega, líkamlega, félagslega og í námi. Sálrænar og félagslegar afleiðingar eineltis eru mjög svipaðar fyrir þolendur, hvort heldur er á unga aldri í grunnskóla eða síðar á ævinni, þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Streita, einmanaleiki, kvíði, þunglyndi, lítið sjálfstraust, sektarkennd, sjálfsvígs hugleiðingar eða -tilraunir, fjarvistir og líkamleg vanheilsa eru einkenni sem greinast hjá þolendum eineltis óháð aldri eða stöðu (Björkqvist, Öster- man og Hjelt-Bäck, 1994a; Bond o.fl., 2001; Craig, 1998; Einarsen o.fl., 1998; Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson, 2004; Kaltiala-Heino o.fl., 1999; Quine, 1999; Rigby, 1997, 2003). Konur virðast þjást meira en karlar af völdum eineltis (Bond o.fl., 2001; Laymann og Gustafsson, 1996) og afleiðingar fyrir fullorðið fólk eru að sumu leyti ólíkar því sem við sjáum hjá börnum. Einelti hefur þau áhrif á vinnandi fólk að starfsánægja og starfsmöguleikar minnka, svo og gæði fjölskyldulífs og almenn lífsgæði (Einarsen o.fl., 1998; Health and Safety Authority, 2001; Quine, 1999). Eineltið teygir anga sína út fyrir veggi vinnustaðarins og er talað um bylgjuáhrif í því samhengi. Vanlíðan því tengd leggst þá yfir daglegt líf þolandans, fjölskyldu hans og nánasta umhverfi. Hátt í fjórðungur þeirra sem lenda í einelti á vinnustað segja upp starfi og ógna þannig fjárhagslegu sjálfstæði sínu og afkomumöguleikum fjölskyldunnar (Einarsen o.fl. 1998; Health and Safety Autho- rity, 2001; Laymann, 1996). Oft er erfiðara að greina vandann hjá fullorðnu fólki því með aldrinum minnkar vilji einstaklinga til að segja frá eineltinu og margir þolendur þjást af skömm eða smán sem hrjáir þá lengi eftir að einelti lýkur (Lewis, 2004; Rigby, 1997). Lítið er vitað um afleiðingar eineltis fyrir þolendur í framhaldsskólum. Í norsku ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.