Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 16
16 mér finnst alltaf eins og þegar ég bið um að fá að vera með þeim, þá finnst mér alltaf eins og ég sé að troða mér inn í hópinn. Nínu (sem enn var í skólanum þar sem eineltið hafði farið fram) fannst það aðeins hafa minnkað en samt var hún oftast ein og sífellt að berjast fyrir stöðu sinni meðal vinkvennanna. Hún sagðist vera farin að sitja ein en bekkjarsystur hennar sætu tvær og tvær saman. Jafnvel þó hún prófaði að eiga frumkvæði að því að vinkonurnar gerðu eitthvað saman fannst henni það líka hunsað og engin hefði tíma. En ef einhver önnur stakk til dæmis upp á að fara í bíó voru allar til. Önnur stúlka, sem hafði staðið í svipaðri baráttu fyrir að fá að vera með í hópnum en varð fyrir stöðugri höfnun, lýsti þessu svona: Bara svona eins og í fyrra, þá var maður að fara á þessar keppnir, eins og Gettu betur og Morfís … Ég fór á eina svona keppni sem var haldin hérna í skólanum og þá var búið að taka frá fullt af sætum fyrir bekkinn okkar. Einhverjir fjórir krakkar úr bekknum … og svo kem ég og ,,má ég ekki setjast?.“ ,,Nei, það er allt upptekið.“ Og ég alveg o.k. og sest þarna að- eins frá. Og svo koma krakkarnir og það eru kannski komnir 10 krakkar og keppnin byrjuð. Þannig að ég fer og sest og þá alveg ,,nei heyrðu, þetta er upptekið.“ Svo voru þrjú sæti laus alveg alla keppnina hjá krökkunum. Mér fannst það ógeðslega leiðinlegt. Náskylt þessari hunsun er það sem kalla má vald eða stjórnun og móðir Birnu kallaði fýlustjórnun. Þetta er lýsandi fyrir það valdaójafnvægi sem einkennir einelti (sjá t.d. Einarsen, 2000; Rigby, 2002a; Roland og Vaaland, 1996). Þetta kom fram í máli þriggja þátttakenda og birtist þannig að ef þolandinn gerði eitthvað vitlaust eða eitthvað sem hentaði ekki varð gerandinn fúll. Móðir Birnu sagði: ,,Hún fór í fýlu og það var svona ákveðinn hluti af því að stjórna, hafa áhrif á Birnu.“ Hún talaði um að stúlkan virtist hafa ótrúlegt vald yfir Birnu og sagði: Mér fannst eins og hún upplifði að hún væri að gera rangt ef hún stoppaði hana [gerandann] og gæfi henni ekki allar þær upplýsingar sem hún bæði um … það var alveg með ólíkindum, og svo þegar Birna var komin á skrið að svara henni og orðin svona öruggari … þá allt í einu segir hún bless, tala við þig seinna. Munnlegar, miskunnarlausar og niðurlægjandi athugasemdir skólafélaga eru birtingar- myndir eineltis sem flestir þolendanna höfðu orðið fyrir. Allir þátttakendur, bæði þolendur og nemendafélagshópurinn, töluðu um einelti af slíkum toga. Þá var við- komandi til dæmis kallaður öllum illum nöfnum fyrir framan hóp nemenda, fékk dómharðar og niðurlægjandi athugasemdir, illt augnaráð og var hafður að háði og spotti. Eygló sagðist hafa fengið augnagotur og athugasemdir á göngunum, svo sem ,,þarna er þessi ljóta, feita sem ég var með í grunnskóla“ og önnur stúlka talaði um að gerandinn hefði horft voðalega grimmilega á hana. Kári mundi ekki mikið af því sem hafði verið sagt og gert við hann í sambandi við eineltið en talaði þó um ,,skítakomment“ sem hann fékk. Hann sagði eineltið hafa ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.