Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Qupperneq 55
55 andi fyrir miðstýrðar námskrár í lýðræðisríkjum að þar er reynt að samþætta mörg og oft ólík sjónarmið (Guðrún Geirsdóttir, 1998). Formlega námskráin, svo sem aðalnám- skrá, er áþreifanleg og sýnileg og þar koma fram mörg markmið sem á að ná með menntun á því skólastigi sem hún tekur til. En þegar framkvæmdin í skólastarfi er borin saman við fyrirmyndina í formlegu námskránni kemur í ljós að oft er talsverður munur á þessu tvennu (Goodlad o.fl., 1979; Marsh og Willis, 1999). Birtingarmyndir námskrár í skólastarfi eru mismunandi eftir því hver það er sem upplifir og segir frá. Goodlad o.fl. (1979) greindu fimm mismunandi birtingarmyndir námskrár sem þau kalla: hugsjónanámskrána (e. ideological curricula), formlegu nám- skrána (e. fomal curricula), skynjuðu námskrána (e. perceived curricula), framkvæmdu námskrána (e. oprerational curricula) og reynslunámskrána (e. experiential curricula). Fræðimenn hafa greint enn eina mynd námskrár og með henni er hægt að skýra marga áhrifaþætti í framgangi nýsköpunarkennslunnar. Það er dulda námskráin sem líka hefur verið nefnd ósýnilega eða óbeina námskráin (Eisner, 2002; Goodlad, 1984). Þessar mismunandi birtingarmyndir námskrár má sjá í tilfelli nýsköpunarmenntar á Íslandi og með því að greina þær í niðurstöðum rannsóknarinnar verða áhrifaþætt- irnir skiljanlegir. Hugsjónanámskráin Það sem mótar innihald hinnar formlegu námskrár eru ýmiss konar hugmyndir eða hugsýnir um það sem á að nást fram með menntun. Flestar menntahugsjónir eiga sameiginlega trúna á mátt menntunar. Trúin á það að skólaganga hafi bætandi áhrif á þjóðfélagsþróun, atvinnuvegi og afkomu þjóða er umdeild en það er sú trú sem hefur verið ráðandi í viðhorfum til menntunar og skólamála í lýðræðisríkjum. Alison Wolf bendir á, að orsakatengslin milli menntunar og vaxtar efnahags séu ekki eins sterk og stjórnmálamenn í Bretlandi og víðar hafa haldið fram (Wolf, 2002). Einn þeirra sem höfðu trú á mætti menntunar til að efla einstaklinginn og bæta þjóðfélagið var John Dewey, sem kallaður hefur verið faðir framsækinnar kennslufræði og hóf brautryðj- endastarf sitt kringum aldamótin 1900 (Naeslund, 1983). Einkennisorð skólastefnu hans voru: „Nám í verki – að læra með því að framkvæma“ og var hlutverk kennarans í stefnu hans að vera leiðbeinandi og verkstjórnandi (Dewey, 2000). Nýsköpunarmennt er einnig byggð á slíkum áherslum, áherslu á að læra með því að framkvæma og að hlutverk kennarans sé leiðbeinandi (Rósa Gunnarsdóttir, 2001). Segja má að frá því að skólastefnu Deweys var hrint í framkvæmd og allt fram á þennan dag hafi tvær stefn- ur í skólamálum tekist á: hefðbundið skólastarf og framsækið skólastarf.2 Hefðbundið skólastarf byggist á sterkum tilhneigingum til bóknáms og þeirri virðingu sem slíkt nám nýtur umfram nám með verklegum áherslum (Goodson, 1994, 1995; Guðný Guð- björnsdóttir, 2003a, 2003b). Í hefðbundinni kennslu er kennarinn í hlutverki fræðara og stjórnanda og hann „færir“ nemendum þekkingu sem er fyrirfram kunn (Säljö, 2003). SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR 2 Orðið framsækið (e. progressive) skólastarf er gildishlaðið, þar sem það felur í sér að það sé jákvætt en er það ekki í augum þeirra sem aðhyllast hefðbundið skólastarf. Þetta er þó það orð sem notað hefur verið um kennsluhætti þá sem Dewey boðaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.