Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Síða 58
58 niðurstöður; á meðan verulegar breytingar voru efst á baugi í menntaumræðunni reyndust þær ekki vera útfærðar í verki (Goodlad, 1975, 1984). Eitt af því sem hefur áhrif á það hvernig kennarar vinna starf sitt er hvaða mennt- unarlegu gildum þeir byggja á. Kennarar þurfa að gera sér grein fyrir hvaða hugmynda- stefnur þeir aðhyllast og hvaða afleiðingar það hefur fyrir kennslu þeirra (Engelsen, 1993; Zinn, 1991). Eisner (2002) telur að kennsla sé list sem leidd er af menntunarleg- um gildum, persónulegum þörfum og ýmiss konar sannindum og alhæfingum sem kennarinn telur réttar. Hugtakið starfskenning hefur verið notað um ólík persónuleg og fagleg einkenni kennara (Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993). Hluti þess að verða fagmað- ur í kennarastarfinu er að draga upp á yfirborðið þau siðferðilegu rök sem liggja að baki athöfnum kennarans (Engelsen, 1993; Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993). Margir telja að hægt sé að breyta eigin starfskenningu með því að gera hana meðvitaða og ígrunda þau gildi og viðhorf sem móta hana. Skoðanir og viðhorf geti breyst þó svo að það gerist ekki auðveldlega (Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993; Trausti Þorsteinsson, 2003). Dulda námskráin – óbeina námskráin Ýmsir áhrifavaldar sem ekki eru nefndir í formlegri námskrá eru greinanlegir í skóla- starfi. Þar er átt við áhrifavalda sem ekki eru skráðir, en ráða samt miklu um það hvernig skólastarf fer fram og er upplifað. Elliot Eisner (2002) vekur athygli á ósýni- legri námskrá sem hann kallar núllnámskrána (e. null curriculum) og á þar við allt það sem væri hægt að kenna og ætti kannski að kenna í skólum en er ekki sett í námskrá og er því oftast ekki kennt. Þættir utan formlegrar námskrár sem hafa áhrif á skólastarf hafa verið nefndir „dulda námskráin“(e. hidden curriculum) eða ósýnilega námskráin (e. invisible curriculum) (Eisner, 2002). Fleiri þættir en formlega samþykkt nám- skrá ráða í skólastarfi, svo sem viðmiðunarstundaskrá, samræmd próf, fjármagn til menntamála, skipulag grunn- og endurmenntunar kennara og hefðir (Guðrún Geirs- dóttir, 1998). Áhrif þessara þátta eru oft önnur en þeim er ætlað og geta því talist hluti af hinni duldu námskrá. Samræmdum prófum er ætlað að meta skólastarf en ekki að stýra því. Próf bera með sér sín eigin duldu námskráráhrif, sem styrkja vald kennara yfir nemendum (Marsh, 1997). Goodlad (1984) segir duldu námskrána ekki vel dulda og vill því nota orðið „implicit“ sem mætti kalla óbeinu námskrána. Til óbeinu nám- skrárinnar má telja þau áhrif sem hægt er að rekja til þess hve mismiklum tíma er eytt í námsgreinar og út frá því má túlka skilaboð um hvað það er sem raunverulega skiptir máli í skólastarfi. Einnig má telja kennsluaðferðir, umbunarkerfi, skipulag skólastarfs- ins og það hversu hlýlegt eða kuldalegt skólaumhverfið er til þögulla þátta sem hafa samt sem áður áhrif á það sem nemandinn lærir (Eisner, 2002). Áhrif námsefnis eru ekki alltaf augljós (Eisner, 2002) og geta myndir og orðaval haft óbein eða bein áhrif á þær hugmyndir sem nemendur fá af ákveðnum sviðum þjóðfélagsins (Guðný Guð- björnsdóttir, 1992). NÝSKÖPUNARMENNT Í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.