Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 110

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 110
110 Gundara (2000) hefur fjallað um hin sameiginlegu grunngildi sem hann telur nauð- synleg í fjölmenningarlegu samfélagi. Hann segir nauðsynlegt að byggja ramma um sameiginleg grunngildi og viðeigandi skólanámskrár í allri menntun í fjölmenning- arsamfélögum. Slíkur rammi fæli að mati Gundara fyrst og fremst í sér virðingu fyrir mannlegri reisn og mannréttindum. Í öðru lagi yrði að felast í honum virðing fyrir menningu og menningarlegum fjölbreytileika og í þriðja lagi virðing fyrir jörðinni. Grundvallaratriði að mati Gundara er þó að skóli og samfélag tengist á marga vegu og styðji hvort annað. Fræðimenn eru ekki þeir einu sem hafa fjallað um grunngildi skólastarfs í fjölmenn- ingarsamfélögum heldur hafa þau m.a. verið til umfjöllunar og lögð til grundvallar þróun menntunar á vegum Evrópuráðsins (Council of Europe, 2007) og Sameinuðu þjóðanna (UNESCO, 2007a). Áratugurinn 2005–2014 er áratugur menntunar til sjálf- bærrar þróunar hjá Sameinuðu þjóðunum (UNESCO, 2007b). Nokkur af meginþem- unum í menntun til sjálfbærrar þróunar eru samhljóða þeim grundvallargildum sem bæði Parekh og Gundara tala um, þ.e. jafnrétti, mannréttindi, félagslegt réttlæti og fjölbreytileiki, auk umhverfisverndar. Rökin fyrir því síðastnefnda eru skýr: Langtíma efnahagsleg og félagsleg þróun getur ekki átt sér stað á ofnýttri og eyddri jörð (United Nations decade of education for sustainable development, 2007). Í umfjöllun um meg- inþemu í menntun til sjálfbærrar þróunar er því einnig haldið fram að með skorti á umburðarlyndi og þvermenningarlegum skilningi sem lýsi sér í margs konar átökum víða um heim sé grafið undan fjölmörgum tækifærum einstaklinga og hópa til mennt- unar. Af þessari umræðu má leiða að lykilhugtök og grundvallargildi í skólastarfi í fjöl- menningarsamfélagi séu mannréttindi, virðing og fjölbreytileiki. Þessu tengd eru önnur hugtök og gildi, svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og ábyrgð. Mikilvægt er að nemendur í fjölmenningarsamfélagi tileinki sér grundvallarviðhorf sem hjálpa þeim til að eiga uppbyggileg samskipti við samnemendur, svo og aðra þegna fjölmenning- arsamfélagsins. Til þess að svo megi verða er einnig mikilvægt að fjölbreytileiki mann- lífsins sé sýnilegur á hinum ýmsu sviðum námsins, en námið miðist ekki eingöngu við tiltekinn hóp samfélagsins. Einnig þarf þekkingarmiðlun og þekkingarsköpun í námi að fela í sér virðingu fyrir fjölbreytileikanum, auk þekkingar á grundvallarmannrétt- indum og ábyrgð allra einstaklinga sem samfélagsþegna. Nemendur í fjölmenning- arsamfélagi þurfa einnig að temja sér gagnrýnið sjónarhorn á samfélag og menntun, en það kallar á þjálfun gagnrýninnar hugsunar í skólasamfélögum, meðal nemenda sem og kennara, ásamt lýðræðislegri þátttöku. Að virkja alla nemendur til þátttöku er sérstaklega mikilvægt í fjölmenningarsamfélagi þar sem saman koma einstaklingar af ólíkum uppruna og með ólíkar hefðir varðandi virka, lýðræðislega þátttöku. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að allir nemendur sem nám stunda í skólum landsins hafi þekk- ingu á því hvað felst í virkri þátttöku í lýðræðissamfélagi. Nieto (1999) leggur áherslu á að í skólum þurfi að efla þennan lýðræðislega þátttökuvilja nemenda, en tekur fram að flestir nemendur hafi ekki aðgang að ólíkum sjónarhornum, heldur kynnist fyrst og fremst sjónarhornum hinnar ríkjandi menningar. Hún ítrekar að til þess að geta þjálf- að með sér gagnrýna hugsun, tekið mikilvægar ákvarðanir og orðið skapandi þegnar lýðræðissamfélags þurfi nemendur að kynnast ólíkum sjónarmiðum. V IÐHORF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.