Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 99
99 enda enn önnur. Þegar upp kemur ágreiningur um grunngildi skólastarfsins sem á rætur að rekja til ólíkra sjónarhorna fræðsluyfirvalda, kennara og nemenda, þá er lítil von til að slíkan ágreining megi leysa. Hvaða grunngildi verða ofan á í skólastarfi mun velta á aflsmun frekar en nokkru öðru. Og þá er hætt við að nemendur verði undir. En er þetta þá veruleikinn? Er ekki hægt að nálgast spurninguna um grunngildi í skólastarfi án þess að bjóða heim hættunni á slíkum óleysanlegum ágreiningi um grunngildi skólastarfsins – og þar með óleysanlegum ágreiningi um grundvöll þess. Þær ógöngur sem við höfum ratað í eiga rætur að rekja til þess sem ég kallaði hið tæknilega skynsemishugtak að ofan. En er eitthvert annað skynsemishugtak boðlegt? Þótt hið tæknilega skynsemishugtak sé inngróið í vestrænan hugmyndaheim er það ekki eina skynsemishugtakið sem sá heimur hefur þekkt. Í heimspeki Forn- Grikkja, ekki síst Platons og Aristótelesar, var skynsemishugtakið gildishlaðið, þ.e. skynsemishugtak þeirra gerði ráð fyrir því að um markmið mætti spyrja hvort þau væru góð eða skynsamleg án þess að líta á markmiðin sem leiðir að æðri markmiðum. Aristóteles færði raunar rök fyrir því að hið tæknilega skynsemishugtak gæti ekki staðið eitt og sér: Eigi athafnir okkar sér markmið sem við æskjum sjálfs þess vegna og alls ann- ars vegna þess og veljum við ekki hvaðeina vegna einhvers annars (sem héldi þannig endalaust áfram svo sérhver hvöt væri innantóm og fánýt), er ljóst að þetta markmið er hið góða og hið besta (Aristóteles, 1995, 1094a18-20). Vandinn við hið tæknilega skynsemishugtak er að það getur ekki staðið eitt og sér. Ef ekkert hefur gildi nema fyrir eitthvað annað og sú keðja heldur endalaust áfram, þá væri „sérhver hvöt innantóm og fánýt“. Til þess að eitthvað geti yfirleitt verið gott hlýtur eitthvað að vera gott af eigin rammleik. Það sem er gott af eigin rammleik er þá einhvers konar grunngildi, ekki endilega vegna þess að það liggur öðrum gildum til grundvallar, heldur vegna þess að það er sjálfstætt gildi. Finnski heimspekingurinn Georg Henrik von Wright gerir þetta einmitt að um- ræðuefni í bókinni Framfaragoðsögnin. Í stað þess að álíta grísk vísindi vanþróuð væri réttara að segja að þau hafi verið vísindi í öðrum skilningi en okkar, að þau setji sér önnur markmið, leiti gilda á annan hátt en nútímavísindi gera. Þau mótuðust af þeirri viðleitni að finna í skynsamlegri skipan náttúrunnar reglur fyrir sanngjarnri samfélagsskipan, að finna mælikvarða fyrir hið góða líf og jafnframt hvaða takmörk maðurinn ætti að virða til að sleppa við refsingu. Þetta viðhorf að hið skynsamlega sé það sem er sanngjarnt og réttmætt er okkur framandi (von Wright, 2003, bls. 132). Spurningin um grunngildi í skólastarfi horfir öðru vísi við ef við leggjum gildishlaðið skynsemishugtak í anda Grikkjanna til grundvallar en ef gengið er út frá hinu tækni- lega skynsemishugtaki. Vitanlega losar hið gildishlaðna skynsemishugtak okkur ekki undan sjónarhornunum þremur – sjónarhornum fræðsluyfirvalda, kennara og nem- enda – en vægi þessara sjónarhorna verður annað og það sundurlyndi sem mismunur þessara sjónarhorna kann að valda verður annars konar. ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.