Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 24

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 24
24 Þegar eineltismál komu upp var í sumum skólum reynt að vinna með viðkom- andi bekkjum eða hópum en þolendum fannst það ekki heldur bera árangur. Þolandi sagði: Já, það var eitthvað í fyrra. En mér fannst það ekki bera neinn árangur. Það var svona einn tími um eitthvað að sýna umhyggju og eitthvað. Það var einn tími og búið. Harpa sagði frá því að í hennar tilfelli hefði umsjónarkennarinn talað við bekkinn og sagt frá máli hennar og líðan. Í framhaldi af því vildi kennarinn stokka upp sætaskipan í bekknum vegna eineltisins og þá var Hörpu kennt um það, þannig að hún taldi að ástandið hefði versnað eftir fund kennarans. Hún sagði að stelpurnar í bekknum hefðu stundum gengið að sér og spurt af hverju hún væri svona þroskaheft að gera þeim þetta. Það sem skólarnir reyna að gera virðist því ekki bera árangur og þolendur upplifa eins konar þögn eða að þeir fái ekki stuðning og að lítið sem ekkert sé gert. Ein stúlkan sagði að haldinn hefði verið kennarafundur út af eineltinu en það hefði ekkert verið talað við sig né foreldrana. Hana fór að gruna að kennarar vissu um þetta þegar þeir voru farnir að horfa svolítið skringilega á hana og hún taldi að ekkert hefði verið rætt við nemendur um eineltið. Hún sagði: ,,Þetta var voðalega mikið svona … ææ, þögn í þessu bara.“ Það var merkilegt að upplifa í viðtölunum við þolendur að þó að þeir hefðu þurft að þola mikla vanlíðan og úrræðaleysi höfðu þeir ýmsar skýrar hugmyndir um það hvernig best væri að taka á málum. ,,Nei, bara að það þarf að tala meira um þetta. Það er einelti í framhaldsskólum.“ Þetta voru lokaorð eins þolanda og má segja að þau hafi komið fram hjá öllum viðmælendum þegar rætt var um hvort og hvernig væri hægt að vinna gegn einelti í framhaldsskólum. Nemendum var mikið í mun að unnið yrði markvisst forvarnar- og meðferðarstarf og það yrði rætt innan skólanna að einelti viðgengist, hvaða áhrif það hefði á þolendur og að það yrði að hætta. Talað var um fræðslu fyrir alla, nemendur og kennara, og, eins og ein stúlkan sagði: ,,Bara mjög mikið af fyrirlestrum um þetta.“ Harpa taldi að það þyrfti að upplýsa fólk um hvað gengi á og einnig þyrfti að bjóða þjónustu fyrir þolendur. Það þyrfti að láta þá sem lentu í einelti í skólanum vita hvert þeir ættu að leita. Vakning eða átak gegn einelti var gjarnan nefnt. Í umræðu nemendafélagshópsins kom einnig fram áhugi á að vinna gegn einelti í framhaldsskólum en allir voru sammála um að það yrði að gerast í krafti hópsins, maður gerði þetta ekki einn. Stúlka úr hópnum sagði: ,,Það verður að vera hópur saman … ef hópar yrðu teknir svona saman á litla fundi, þá væri örugglega hægt að gera eitthvað.“ Í raun eru þau að benda á að málið er ekki flóknara en það að beitt sé almennri kurteisi og umhyggju í mannlegum samskiptum nemenda í framhalds- skólum. ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.