Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 10
10 fyrirfinnist einelti varla því þar séu einstaklingarnir orðnir það þroskaðir að þeir líði ekki að einhver sé tekinn fyrir (Hugo Þórisson, 2003; Rigby, 2002a). Þær fáu rann- sóknir sem gerðar hafa verið á framhaldsskólanemendum benda hins vegar til að um- fang eineltis sé svipað þar og í efstu bekkjum grunnskóla (Álfgeir Logi Kristjánsson, Silja Björk Baldursdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon, 2005; Flaatten og Sandsleth, 2005). Það er því umhugsunarefni að einelti í framhaldsskólum skuli jafn lítið hafa verið kannað og raun ber vitni. Einelti birtist á ólíkan hátt í grunnskólum og á vinnustöðum og virðist aldur þátt- takenda hafa áhrif á það hvaða aðferðum er beitt (sjá t.d. Einarsen, Raknes, Matthiesen og Hellesöy, 1998; Rigby, 2002a). Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig einelti birtist í framhaldsskólum og hvaða aðferðum ungt fólk á mörkum unglings- og fullorðinsára beitir. Sjónum verður einnig beint að afleiðingum eineltis, því það getur haft mjög alvarleg áhrif á líðan og skólagöngu þolenda. Betri þekking og skilningur á eðli og afleiðingum eineltis í framhaldsskólum er nauðsynlegur til að rannsaka megi það nánar og byggja upp öflugt forvarnarstarf og úrræði fyrir þau ungmenni sem verða fyrir einelti á þessu skólastigi. Birtingarmyndir eineltis Kjarninn í einelti er að það lýsir sér í áreitni eða árás á einstaklinga eða hópa. Til eru margar skilgreiningar á einelti (sjá t.d. Einarsen, 2000; Olweus, 1992; Rigby 2002a; Roland og Vaaland, 1996) og lýsa flestar þeirra einelti sem neikvæðu atferli sem er endurtekið. Í því felst ójafnvægi milli þolanda og geranda þar sem þolandi upplifir sig vanmáttugan. Þess ber að geta að einstaklingar upplifa áreitni á mismunandi máta og því ræður líðan þeirra og viðbrögð nokkru um það hvort áreitnin geti talist ein- elti eða ekki (Sandsleth og Foldvik, 2000). Þegar kanna á einelti í framhaldsskólum er mikilvægt að hafa í huga að áreitnin tekur á sig ólíkar myndir í grunnskólum og á vinnustöðum, þar sem það hefur mest verið rannsakað (Einarsen o.fl., 1998; Olweus, 1992; Ragnar F. Ólafsson o.fl., 1999; Rigby, 2002a). Einelti birtist því á marga vegu og eru til ýmsar flokkanir á birtingarmyndum þess. Í rannsóknum og umræðum um ein- elti í grunnskólum er yfirleitt greint á milli líkamlegrar áreitni annars vegar og félags- legrar eða andlegrar áreitni hins vegar. Dæmi um líkamlegt einelti er bein líkamleg áreitni, sem er augljósasta formið af ein- elti, svo sem að slá, sparka og hrinda, og óbein líkamleg áreitni, svo sem skemmdir á eigum og fatnaði. Dæmi um félagslegt og andlegt einelti er munnleg áreitni en þar undir fellur einnig skrifleg áreitni, svo sem uppnefningar, og þegar rógi og lygum er dreift um einstaklinga. Félagsleg áreitni felur í sér að ráðist er að félagatengslum og orð- spori viðkomandi gagnvart öðrum, t.d. með höfnun, einangrun og að hafa einstakl- inginn útundan (Smith, 2004). Beint líkamlegt einelti er mest áberandi meðal drengja á grunnskólaaldri en félagslegt og munnlegt meðal stúlkna á sama aldri. Með auknum aldri virðist eineltið beinast frekar að andlegum og félagslegum þáttum en minna er um líkamlega áreitni (Björkquist, Österman og Lagerspetz, 1994b; Einarsen o.fl., 1998; Sandsleth og Foldvik, 2000; Rigby, 1997). Einelti á vinnustöðum hefur verið flokkað svipað og í skólum en þó beinist það ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.