Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 43
43 Þátttakendur í aðgerðahópnum lýstu því yfir að upphafsmatinu hefði fylgt óöryggi og þeir hefðu verið lengi að ná fótfestu í þróunarverkefninu og átta sig á heildarmyndinni af samstarfi skólans. Einn viðmælandi sagði um upphafsmatið: Núna að vori þegar maður horfir aftur á bak á þetta þá finnst mér við ekki hafa getað sleppt því. … Mér fannst við vera dálítið lengi í þessu en núna finnst mér við ekki geta gert þetta öðruvísi eiginlega … held samt að það hafi verið krít- iskasti punkturinn. Sumir sáu strax jákvæðar hliðar upphafsmatsins og annar viðmælandi sagði: Það sem mér fannst svo spennandi … voru ólíkar skoðanir sem kennarahóp- urinn hafði. Það kom mér mjög á óvart. En gott að nálgast hlutina á þennan hátt. Fram kom í viðtölum kennara að einfalda þyrfti eyðublöð upphafsmats Epstein (2001) og laga spurningar þess betur að íslensku skólastarfi. 4. skref – framkvæmdaáætlun um samstarf Þegar búið var að meta samstarf skólans við fjölskyldur, ákvarða hvaða samstarfs- aðgerðum skólinn ætlaði að halda og hvaða aðgerðir hann legði til hliðar, vann aðgerðahópurinn drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun um samstarf skólans og foreldra. Aðgerðahópurinn lagði fram þrjár samstarfstillögur á fimm af sviðunum sex, en aðeins ein tillaga var lögð fram um ákvarðanatöku. Samtals voru tillögurnar því sextán. Drögin voru lögð fyrir kennarafund, foreldraráð og síðan send öllum foreldrum og þeir beðnir um að velja sex mikilvægustu samstarfstillögurnar og forgangsraða þeim. Flestir foreldrar völdu fræðslufund um þroska barna sem fyrsta valkost. Hagnýt námskeið um námsgreinar og námstækni var annar valkostur. Á grundvelli þessarar vinnu vann aðgerðahópurinn drög að þriggja ára fram- kvæmdaáætlun um samstarf skólans og foreldra. Framkvæmdaáætlun var sá þáttur samstarfsáætlunarinnar sem mest ánægja var með í lokamati kennara. Á vordögum 2003 var undirbúningsvinnu lokið og framkvæmdin hófst. Tafla 1 sýnir framkvæmdaáætlun Oddeyrarskóla sem lögð var fram vorið 2003 eftir að búið var að taka tillit til athugasemda kennara og foreldra. ING IB JÖRG AUÐUNSDÓTT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.