Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 21

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 21
21 Þolendur voru farnir að trúa því að allt það neikvæða sem hefði verið sagt við þá væri rétt og það væri orðið hluti af sjálfsmynd þeirra. Harpa gat ekki horft á sig í spegli án þess að hugsa um allt það sem allir hefðu sagt við hana og ,,var bara fast í heilanum á henni“. Eygló var sömu skoðunar og sagði: ,,Að það bara að ég væri ömurleg … og heimskingi … ég náttúrlega taldi mér alveg trú um að ég væri það.“ Um leið var hún að reyna að finna út hvað hún hefði gert. Henni fannst barnalegt hvernig látið var við hana og tók það ótrúlega inn á sig af því að hún skildi ekki af hverju. Þó þolendur hafi tjáð vanlíðan sína stangaðist frásögnin stundum á hjá þeim en aðrir viðurkenndu að þeir reyndu að breiða yfir vanlíðan sína. Harpa kallaði þessi varnarviðbrögð „að setja upp grímu“ og sagðist gera það til þess að láta líta út fyrir að allt væri í lagi. Allir sem hefðu lent í einelti gengju með grímu og hún sagðist reyna að lifa hvern dag af í skólanum. Svo þegar hún kæmi heim tæki hún grímuna af sér. Önnur stúlka talaði líka um þessa grímu og sagðist nota hana: Sérstaklega gagnvart foreldrum mínum og eitthvað þannig. Svo líka ef ég fæ að vera með … þá læt ég bara eins og allt sé í lagi … og er ekkert að segja nei, þið eruð búnar að vera leiðinlegar við mig. En ég meina, mér finnst það svo furðulegt að þær geta verið svona stundum og svo allt öðruvísi aðra daga. Nemendafélagshópurinn virtist átta sig á að þolendum eineltis líði ekki vel en láti samt líta út fyrir að allt sé í lagi. Um Halla, sem oft var nefndur og hefur greinilega orðið fyrir einelti, er sagt að hann hafi ,,örugglega verið að playja sig cool … en hann þóttist alltaf hlæja.“ Þolendur draga sig líka í hlé og einmanaleikinn leikur þá grátt. Kannski er það ein ástæða þess að þeir slíta sig ekki frá gerendum. Ein stúlkan sagði: Ég á enga aðra vini en þær, en þær eru allar í einhverjum íþróttum þannig að þær geta alltaf sótt í aðra vini, en þá er ég bara ein … ég er eiginlega alltaf eða oftast ein heima á daginn og þá eru þær kannski í búðum. Annar þolandi orðaði það þannig: ,,Ég hitti rosalega lítið fólkið eftir skóla … ég veit það ekki, ég er ekki alveg kominn á það level.“ Sumir þolendurnir höfðu fengið eins konar áfall eftir að hafa orðið fyrir einelti í lengri tíma. Þeim nemendum sem höfðu orðið fyrir einelti í lengstan tíma leið greini- lega verst. Þegar móðir Birnu sat með henni við tölvuna og hún átti í MSN-samskipt- um við gerandann sagðist hún hafa upplifað hversu alvarleg samskiptin voru og að Birna var alveg að fara á taugum. Svo gerðist það nokkrum dögum síðar að: ,,Birna fór bara hérna einn daginn í heiftarlegt kvíðakast. Hún bara nötraði hérna og titraði og … bara var mjög langt niðri.“ Í framhaldi af því var farið með hana inn á Landspítala og hún var greind með þunglyndi. Afleiðingar eineltisins geta greinilega verið mjög alvarlegar hjá þolendum í fram- haldsskólum. Viðmælendur lýstu áföllum, þunglyndi, og sögðu frá tilraunum til að svipta sig lífi. Eygló sagði að ástandið hefði versnað til muna eftir uppákomu milli hennar og vinkonu í framhaldsskólanum. Hún sagði: ,,Ég fékk einn daginn alveg óstöðvandi grátkast og það kom sálfræðingur sem er í skólanum og sagði að ég hefði ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.