Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 75

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 75
75 hlutgervingu (depersonalization) og minnkandi starfsárangur (reduced personal accomplishment) (Maslach, Shaufeli og Leiter, 2001; Maslach, 1993). Maslach segir kulnun vera atferlislega truflun þar sem líðan starfsmanna einkennist af örmögnun, vanmáttarkennd, minnkandi sjálfstrausti, neikvæðum viðbrögðum og uppgjöf. Tilfinningaþrot felur í sér mikla andlega þreytu, spennu og vanmáttarkennd og er algengt viðbragð við of miklu álagi í samskiptum fagmanns og skjólstæðings. Tilfinningaþrot er sterkasta birtingarform kulnunar og er algengast að fólk lýsi ein- kennum þess þegar það segir frá reynslu sinni eða annarra af kulnun. Maslach segir einnig að kulnaður einstaklingur hafi tilhneigingu til að hlutgera, þ.e. fjarlægjast skjól- stæðinga sína tilfinningalega, draga sig í hlé og gerast eins konar áhorfandi fremur en þátttakandi á vinnustað sínum. Þriðji þátturinn er minnkandi starfsárangur, sú tilfinning starfsmanns að það sem hann leggur af mörkum skipti engu máli og það dregur úr trú hans á eigin hæfni, getu og fagmennsku í starfi. Þessi þáttur er jafnframt flóknari en hinir tveir og virðist jafnvel vera sambland af þeim. Tilfinningin fyrir lítilli eigin starfsvirkni og minnkandi starfsárangri þróast þó meðfram hinum tveimur en ekki í kjölfarið. Maslach telur að kulnun sé ekki viðbrögð við tímabundnu kreppu- ástandi heldur myndist langvarandi ofreynsla vegna neikvæðra áreita á vinnustað og að einkenni og aðstæður þar, svo sem hlutverk og vinnuálag, ráði mestu um hvort fólk eigi á hættu að kulna (Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001; Maslach, 1993; Maslach og Jackson, 1981). Hlutverkaárekstrar og óskýr hlutverk Samkvæmt niðurstöðum rannsókna virðast árekstrar milli hlutverka sem starfsmaður gegnir, sem og óskýr hlutverk, valda hvað mestu um kulnun og er oft vísað til þeirra þátta sem mikilla streituvalda í starfsumhverfi (Bryne, 1999; Chen og Millier, 1997; Friedman, 1991; Schwab og Iwanciki, 1982; Rizzo, House og Lirtzman, 1970). Hverju starfi fylgja fleiri en eitt hlutverk sem rekast stundum á og getur það leitt til togstreitu þegar ákveða þarf hvaða hlutverki skal gegna hverju sinni (Newstrom og Davis, 1997; Drake og Hebert, 2002). Ef störf eru illa skilgreind vita starfsmenn ekki til hvers er ætlast af þeim og verða óöruggir (Bryne, 1999; Rozenholtz, 1991). Sýnir það fram á mikil- vægi þess að gott skipulag ríki á vinnustöðum. Ef hlutverk eru ekki nægilega skýrt skilgreind, ekki nógu ljóst til hvers er ætlast, og togstreita verður um tíma kennarans, er hætt við að tilfinningar hans í garð nemenda og samstarfsmanna verði neikvæðar (Anna Þóra Baldursdóttir, 2002). Starfið og starfsumhverfið Erlendar rannsóknir hafa sýnt að séu samskipti ekki góð og stuðningur í starfi ekki fyrir hendi geti það leitt til kulnunar (Mcdonald, 1999; Chen og Millier, 1997). Í öllu samstarfi er mikilvægt að starfsfólk sé tilbúið til þess að styðja og aðstoða hvað annað og einkum þykir stuðningur yfirmanna skipta miklu máli (Winnubst, 1993; Jackson, Schwab og Schuler, 1986). Sé samstarf náið læra kennarar sem fagmenn hver af öðrum, sammælast um viðmið, skýra og leysa vandamál og mæta áhyggjum foreldra og ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.