Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 23
23 Flestir þolendurnir höfðu íhugað að hætta í framhaldsskólanum þar sem þeir höfðu orðið fyrir einelti og einn sagði: Já, ég hef oft hugsað það … en hérna, ég á eitt ár eftir í skólanum, ég hugs- aði með mér, þú veist, núna áður en ég byrjaði þennan vetur. Af hverju að hætta núna þegar ég á bara eitt ár eftir? Annar þolandi orðaði það svo: ,,Ég var að hugsa um að hætta út af þessu. Ég gefst ekki upp út af einhverju svona dóti, þá bara hafa þau unnið, ég bara hlusta ekki á svona kjaftæði … eða tek það ekki inn á mig eins og margir gera.“ Úrræði fyrir þolendur Þolendur eineltis í framhaldsskólunum virðast ekki eiga auðvelt með að leita sér hjálpar og þess vegna getur verið erfitt fyrir skóla að uppgötva og kljást við eineltið. Þetta rímar við það sem fram hefur komið í rannsóknum Lewis (2004) og Rigby (2000), að með aldrinum minnkar vilji til að segja frá eineltinu því margir þolendur þjást af skömm. Viðmælendum fannst greinilega erfitt að viðurkenna stöðu sína og skömmin hindrar þá í að segja frá reynslu sinni. Móðir Birnu sagði að hún hefði alls ekki viljað ræða sín mál í skólanum og bara ákveðið að hætta. Guðrún sagði: Auðvitað hefði ég helst, og námsráðgjafinn þá, talið að það væri náttúrlega best að vita … skilurðu … hverjir þetta væru og taka málið upp … Birna bara þverneitaði því, það bara kom ekki til greina. Það gerir það enginn, þú veist, maður fer ekkert að … þá var eins og hún upplifði það eitthvað þú veist alveg looser … þú veist, maður fer ekkert að klaga. Kári var sama sinnis og fannst það bara ,,kettlingaskapur“ að fara til skólastjóra og vera eitthvað að væla. Hann sagðist ekki vera týpan sem væri að klaga fólk. Nína var líka hrædd um að ef hún segði frá yrðu afleiðingarnar enn verri. Hún sagði: Ég mundi til dæmis ekki vilja að það væri talað við þær um að þær væru að gera mér eitthvað. Því þá mundi ég halda að þær mundu útiloka mig ennþá meira fyrir að hafa verið að segja þetta … mér finnst líka eins og það sé bara einelti í grunnskóla en ekki í framhaldsskóla. Það eigi ekkert að vera einelti í framhaldsskóla því það eigi allir að vera orðnir það þroskaðir að þeir geri þetta ekki. Ég held að fólk átti sig ekkert á þessu að það sé einelti kannski að vera skilinn útundan … þeim finnist það bara sjálfsagður hlutur. Í ljós kom að nemendum fannst viðbrögð skólans einkennast af úrræðaleysi. Margir höfðu talað við námsráðgjafann í skólanum eða umsjónar kennara sinn og fannst það yfirleitt gott. Greinilegt er að reynt var að gera eitthvað í málunum en samt upplifðu þeir það þannig að þeim fannst ekki nóg gert eða að það bæri ekki árangur. Ein stúlkan var til dæmis mjög reið yfir að búið var að segja henni að það yrði fundur með gerand- anum og fjölskyldu hans, en það dróst alltaf. Loks var fundur og hún sagði: ,,Þá var hún bara ein þarna inni og þurfti ekki einu sinni að biðjast afsökunar.“ ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.