Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 36
36 Um sambandið milli árangurs nemenda og skuldbindingar segir Coleman (1998) 1. Skuldbinding er tengd árangri á gagnvirkan hátt. 2. Áhrif foreldra eru að mestu tengd skuldbindingunni. 3. Þessi áhrif verða til með „námskrá heimilanna“, viðhorfum og framkvæmd foreldra sem endurspeglast í menntunarlegum gildum þeirra. Coleman telur endanlegan tilgang skóla vera að bæta lífsskilyrði nemenda til fram- tíðar, en það byggist á skuldbindingu og virkari þátttöku foreldra í ákvarðanatöku um nám þeirra við skólann. Coleman segir að kennarar og skólastjórnendur þurfi að endurskoða þátttöku foreldra í almennu skólastarfi. En hann er sannfærður um að leiðin að betri skóla liggi í gegnum virkt samband foreldra og barna sem tengist náms- viðfangsefnum þeirra. Samstarfsáætlun Epstein – skrefin fimm Joyce L. Epstein hefur í mörg ár rannsakað og unnið með starfsmönnum skóla, for- eldrum og skólayfirvöldum að bættu samstarfi. Hún leggur til að rannsakendur vinni í samstarfi við starfsmenn skóla, fjölskyldur og nemendur þar sem þátttakendur deili með sér hlutverkum. Erlendir fræðimenn (Berger, 2004; Conaty, 2002; Hornby, 1995) sem hafa rannsakað og skrifað um samstarf heimila og skóla hafa komist að því að til að þróa og auka gæði samstarfs skóla við fjölskyldur þurfi skólar að vinna eftir sam- starfsáætlunum/líkönum. Í samstarfsáætlun Epstein (2001) er lagt til að skólar vinni á sex sviðum í samstarfi við foreldra. Þau eru: uppeldi, samskipti, sjálfboðavinna, ákvarðanataka, heimanám og samstarf við samfélagið. Áhersla er lögð á að hver skóli vinni á öllum sviðunum sex en þarfir í skólasamfélaginu ráði áherslum hverju sinni. Samstarfsáætlunin gerir einnig ráð fyrir fimm skrefum til að koma á og þróa sam- starf á sviðunum sex sem talin eru upp hér að framan. Skrefin fimm eru: myndun að- gerðahóps, öflun bjarga, upphafsmat og samstarfsáætlun sem er skipulögð til þriggja ára og nákvæm áætlun til eins árs. 1. skref – aðgerðahópur: Hann er samansettur af 6–12 manns; starfsmönnum skóla, eldri nemendum, foreldrum og fulltrúa samfélagsins. Aðgerðahópur fundar u.þ.b. einu sinni í mánuði og gera má ráð fyrir árs þróunarvinnu. 2. skref – bjargir: Nauðsynlegt er að afla styrkja í upphafi til að styðja við vinn- una og áætla tíma fyrir starfsmenn til að vinna að verkefninu. Einnig þarf að huga að ráðgjöf og handleiðslu fyrir starfsmenn. 3. skref – upphafsmat: Í byrjun þróunarverkefnisins þarf að afla upplýsinga um núverandi framkvæmd skólans á samstarfi fjölskyldna og skóla. Spyrja þarf: Hver er styrkur skólans? Hvernig á samstarfsáætlunin að vera eftir þrjú ár? Hvaða væntingar eru til samstarfsins? Hvernig tengist skólinn samfélaginu? Hver eru tengsl samstarfsins við markmið skólastarfsins og hvernig á að meta samstarfið? Á grundvelli gagnanna sem eru skoðuð setur aðgerðahópurinn fram þau skref sem taka þarf á tímabilinu. „FANNST ÉG GETA SAGT ÞAÐ SEM MÉR LÁ Á H JARTA …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.