Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 17
17 verið mest í fyrra og hann hefði fengið fullt af skotum á sig og leiðinlegar athugasemd- ir. Þó honum fyndist eineltið farið að minnka þar sem hann var núna kominn á annað ár í framhaldsskólanum sagði hann: ,,Ég veit bara að það gengur enn og maður þarf svona … ekki annað en að horfa á fólkið þá svona gefur það manni illt auga.“ Þó kennarinn væri viðstaddur var samt gert lítið úr fólki fyrir framan allan bekk- inn. Tveir þátttakenda töluðu um þetta og stúlka sagði frá atviki þegar hún kom einu sinni of seint í tíma og eina lausa sætið var við hliðina á fyrrverandi skólafélaga úr grunnskóla þar sem hún hafði einnig orðið fyrir einelti. Hún sagði: Það var ekkert annað sæti, ég varð að sitja þarna. Þá lagði hann töskuna sína á borðið og lappirnar á stólinn og sagði að þetta borð væri frátekið. Og ég stóð eins og fáviti í miðri stofunni bara. Það var sóttur stóll og borð fyrir mig og það kom aldrei neinn í þetta sæti. Í upphafi umræðu nemendahópsins vildu þátttakendur ekki meina að einelti væri beinlínis í gangi í framhaldsskólum en þau minntust strax á að það væri alls konar ,,baktal og slúður.“ Brynjar, einn úr hópnum, talaði um að það væri ,,mikið slúður í skólanum og sumt fólk gerði í því að slúðra um aðra og því væri alltaf beint gegn þeim sömu.“ Þrír þolendanna töluðu einnig um baktal og slúður sem þeir höfðu orðið fyrir og ein stúlknanna sagði að fyrrverandi vinkonur hefðu haldið áfram að baktala hana og aðalgerandinn ,,passaði sig alveg á því að ég myndi heyra allt sem var talað illa um mig.“ Djók og grín eins og nemendurnir kölluðuð það virtist einnig algengt. Sara, stúlka í rýnihópnum, talaði um að það væri oft rosalega mikið djók í gangi og verið að gera grín að einhverjum fyrir framan hópinn og það væri oftast sá sami sem lenti í því. Það kom fram í samræðum nemendanna að þeir virtust jafnvel ekki alveg gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir þá sem ,,grínið“ beindist að. Harpa, þolandi eineltis, leit á þetta öðrum augum, hún sagði: ,,En það er samt gerandinn sem gerir mest … hann … það er hann sem byrjar á þessu og svo fylgja hinir bara á eftir og halda að þetta sé grín.“ Tæknivætt einelti Allir þátttakendur nefndu að samskiptatækni væri notuð við einelti, svo sem blogg- síður, SMS-skilaboð, upphringingar í farsíma, MSN-spjallrásir og jafnvel videosýn- ingar. Þolendurnir höfðu allir orðið fyrir slíku einelti í einhverri mynd og meðal nem- endafélagshópsins var þetta áberandi í umræðunni. Bloggsíður eða heimasíður, sem einstaklingar búa sér til sjálfir, voru oft nefndar. Í umræðunni um síðurnar kom fram að þær eru sérstakt og viðkvæmt fyrirbæri. Eiríkur, piltur úr nemendafélaginu, sagði: ,,Bloggið er þannig að þar er ekki allt sagt heldur ýmislegt gefið í skyn og menn lesa á milli lína og fara svo að tala um það allt öðruvísi, þá verða til alls konar sögur.“ Rýnihópurinn talaði líka um að það væri ýmislegt sagt á bloggsíðum sem gæti sært fólk og það væri ekkert mál að sjá um hvern væri verið að tala. Eygló, sem var þolandi eineltis, ræddi mikið um síðurnar og hversu hættulegar þær gætu verið því mögulegt væri að koma frá sér efni án þess að nokkur vissi hver höfundur væri né um hvern væri rætt. ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.