Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 14
14 meirihluti þeirra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan tvær stúlknanna. Til að tryggja að ekki sé hægt að rekja upplýsingarnar sem fram koma til þátttakenda var þess gætt við framsetningu á niðurstöðum að ekkert komi fram sem gerir einstakl- inga þekkjanlega. Sömuleiðis hefur öllum nöfnum verið breytt. Óljóst er hvort þátttakendur í þessari rannsókn eru dæmigerður hópur þolenda eineltis í framhaldsskólum þar sem lítið er til um rannsóknir á þessum aldurshópi. Hafa ber í huga að námsráðgjafarnir bentu einungis á tvo pilta og aðeins annar þeirra samþykkti að taka þátt í rannsókninni. Það vekur upp spurningar um hvort þeir verði síður fyrir einelti á þessu skólastigi og/eða hvort þeir vilji síður tjá sig um reynslu sína en stúlkurnar. Framkvæmd Viðtölin fóru fram á tímabilinu september–nóvember 2005 og voru með tvenns konar hætti: Fyrsti höfundur, sem hefur starfað um árabil sem námsráðgjafi í framhalds- skólum og víðar, tók öll viðtölin. Eitt viðtal fór fram á vinnustað hennar, eitt á skrif- stofu sem fengin var að láni, þrjú viðtöl fóru fram í viðtalsherbergi í skólum þátttak- enda og tvö viðtöl fóru fram á heimilum viðmælenda. Viðmælendur völdu í öllum tilfellum sjálfir staðinn þar sem þeim þótti best að viðtalið færi fram. Í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma þar sem spurt var um ýmsar birtingarmyndir eineltis og einnig voru afleiðingar þess ítarlega ræddar. Byrjað var á að fá upplýsingar um bak- grunn þolenda, svo sem aldur, fjölskylduhagi, grunnskólagöngu og félagatengsl. Þá var spurt um framhaldsskólagönguna, eineltið, hvenær það byrjaði, birtingarmyndir þess, tengsl við gerendur, viðbrögð og líðan þolenda og hvort eineltinu væri lokið. Loks var rætt um hvort þolendur teldu að mögulegt væri að vinna fyrirbyggjandi starf gegn einelti og hvernig bæta mætti samskipti meðal nemenda í framhaldsskólum. Þar sem um viðkvæmt mál er að ræða var reynt að hafa viðtölin sem líkust venjulegum samtölum og eins óformleg og kostur var. Reynt var að fá þátttakendur til að lýsa upplifun sinni og aðstæðum sem best og þeim þáttum sem höfðu mest áhrif á reynslu þeirra og líðan. Rýnihópsviðtalið fór þannig fram að nemendahópurinn kom saman í sínum skóla og ræddi um einelti og samskipti nemenda í framhaldsskólum. Tilgangurinn var að fá fram betri skilning á viðhorfum og reynslu nemenda almennt af einelti og fá fram sjónarhorn annarra nemenda en þeirra sem höfðu lent í einelti. Rýnihópar eða hóp- viðtöl henta vel fyrir rannsókn sem þessa því miklar upplýsingar fást á stuttum tíma og sjónarhorn margra þátttakenda koma fram (Krueger, 1994; Sóley S. Bender, 2003). Hópnum stjórnaði námsráðgjafi í viðkomandi skóla. Greining og úrvinnsla Í hópviðtalinu skráði rannsakandi hjá sér umræðu og athugasemdir nemendanna eins og mögulegt var og varpaði fram spurningum til að fylgja eftir og fá betur fram mik- ilvæga þætti í umræðunni. Að fundinum loknum aðstoðaði námsráðgjafinn við að rifja upp það sem ekki hafði tekist að skrá jafnóðum. Viðtölin við þolendur eineltis voru öll tekin upp á segulband og síðan afrituð. ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.