Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 13
13 fram halds skólarannsókninni kom í ljós að um helmingur þolenda eineltis þjáðist af streitu, kvíða, depurð og litlu sjálfstrausti. Þolendur sögðust einnig eiga erfitt með að einbeita sér að náminu og voru óánægðir með stöðu sína í námi. Enn fremur voru þeir ósáttir við andrúmsloftið í bekknum og samskipti milli nemenda og kennara (Sand- sleth og Foldvik, 2000). Þessar niðurstöður gefa til kynna að áhrif eineltis í framhaldsskólum séu ekki ólík því sem gerist í grunnskólum og á vinnustöðum, þ.e. þolendur þjáist af kvíða, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugleiðingum. Einnig má gera ráð fyrir að þeir eigi erfitt með að einbeita sér að náminu, eins og kemur fram í norsku rann sókninni, séu óánægðir með stöðu sína, skrópi jafnvel í skólanum eða hætti námi, líkt og þegar fullorðnir þolendur segja upp störfum til að losa sig frá eineltinu. Þar sem afleiðingar eineltis eru alvarlegar og hafa ekki verið kannaðar hér á landi meðal framhaldsskóla- nema er mikilvægt að varpa ljósi á áhrif eineltis í framhaldsskólum á líðan þolenda og skólagöngu. AÐFERÐ Í rannsókninni var lögð áhersla á að fá innsýn í reynslu þolenda eineltis til að átta sig betur á birtingarmyndum þess og að skoða hana í samhengi við líf þeirra og líðan. Því var valin sú leið að taka opin viðtöl við þolendur eineltis í framhaldsskólum. Til að fá betri mynd af einelti og annað sjónarhorn á félagslega reynslu framhaldsskólanema var einnig myndaður rýnihópur með fimm nemendum sem eru virkir í nemenda- félagi eins skóla. Þátttakendur Þar sem viðfangsefni rannsóknarinnar er viðkvæmt var ekki auðvelt að finna þátttak- endur. Haft var samband við námsráðgjafa í framhaldsskólum. Þeir kynntu rannsókn- ina fyrir nemendum sem þeir vissu að hefðu orðið fyrir einelti og óskuðu eftir þátttöku þeirra. Í framhaldi var haft samband við þá nemendur sem vildu taka þátt í rannsókn- inni til að ákveða stað og stund til að hittast. Öllum var boðið að hitta rannsakanda óformlega fyrir viðtalið. Í þremur tilfellum treystu nemendur sér ekki til að koma þegar haft var samband. Um var að ræða tvær stúlkur og einn pilt. Önnur stúlkan sagðist ekki vilja rifja upp eineltið og pilturinn hafði ekki áhuga. Hin stúlkan treysti sér ekki heldur en gaf leyfi til að móðir hennar segði sögu hennar. Haldið var áfram að leita til fleiri námsráðgjafa og í tveim öðrum tilfellum fannst nemendum þeir ekki hafa tíma til að koma þó þeir segðust vera tilbúnir að segja sögu sína. Að lokum var það leyst með því að fá aðstöðu til að taka viðtölin í viðkomandi skólum. Þátttakendur voru tólf talsins; sex þolendur, ein móðir og fimm nemendur sem mynduðu rýnihóp. Þolendurnir tóku þátt í opnum einstaklingsviðtölum og voru það fimm stúlkur, sem hér eru kallaðar Anna, Dagný, Eygló, Harpa og Nína, Guðrún móðir Birnu og einn piltur, Kári. Í rýnihópnum var stjórn nemendafélags eins framhalds- skóla, þrjár stúlkur og tveir piltar. Nemendurnir voru á aldrinum 17–20 ára og býr ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.