Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 57
57 hvað breytingar þýða, annars vegar fræðilega og hins vegar í framkvæmd (Hargreaves o.fl., 2001). Fullan (1982) bendir á að vegna einangrunar í skólastofukennslu er ekki líklegt að kennarar komist í snertingu við nýjungar í daglegu starfi sínu og ef skóla- fólk á að taka upp nýjungar þarf það að vita um tilvist þeirra. Ef námsgrein kemst inn í ritaða námskrá felst í því viðurkenning á að hún sé mikils virði, en það nægir þó ekki eitt og sér til að hún komist í framkvæmd. Þættir sem hafa áhrif á hvort og hvernig námskrá er hrint í framkvæmd eru námsefni, leiðbeiningar um kennslu, námskeið fyrir kennara og skólanámskrá (Engelsen, 1993). Sú staðreynd að kennarar eru mjög bundnir af námsefni í kennslu sinni (Goodlad, 1984; Ingvar Sig- urgeirsson, 1992, 1994; Kristín Jónsdóttir, 2003) staðfestir enn frekar mikilvægi þess að nýjungar og markmið námskrár séu útfærð með góðu námsefni. Námskeið fyrir kennara geta líka stuðlað að því að koma á breytingum sem námskrár boða ef þau eru vel útfærð. Almennt hafa þó stutt námskeið fyrir kennara þótt skila litlu í framkvæmd skólastarfs (Eisner, 2002; Fullan, 2001a; Rúnar Sigþórsson o.fl., 1999). Rannsókn Guð- rúnar Kristinsdóttur og Ólafs H. Jóhannssonar (1999) á námskeiðum fyrir starfandi kennara sýndi að hvatning til að koma á nýbreytni í skólastarfi er meiri þegar fólk kemur saman að námskeiði loknu til að miðla reynslu sinni eða þegar leiðbeinandi heimsækir skóla eftir að námskeiði lýkur. Allar breytingar í skólastarfi standa og falla með kennaranum og starfi hans í skólastofunni (Fullan, 2001b; Hargreaves o.fl., 2001; Jón Baldvin Hannesson, 1997; Marsh, 1997; Tyack og Cuban, 2001). Í rannsókn Rósu Gunnarsdóttur (2001) á ný- sköpunarkennslu í grunnskóla kom fram að í nýsköpunarkennslu skiptir afstaða kennarans til náms og kennslu miklu máli. Hlutverk kennarans í nýsköpunar- kennslu er að skapa aðstæður og styðja nemandann og vera uppspretta upplýsinga sem leiða námið áfram. Rósa komst að því að kjarni nýsköpunarkennslunnar væri kenningar hugsmíðahyggjunnar og félags- og menningarkenningar um þroska, nám og kennslu. Áður fyrr var hlutverk kennarans vel afmarkað og fyrirsjáanlegt, kenn- arinn færði þekkinguna til nemandans (Säljö, 2003). Kennarinn hefur annað hlut- verk nú samkvæmt nútíma heimspekistefnum (Ornstein, 1999). Hlutverk kenn- arans er, samkvæmt kenningum hugsmíðahyggjunnar, að hjálpa nemendum að læra að spyrja, læra að rannsaka og leita samhengis og tengsla (Epanchin, Townsend og Stoddard, 1994). Að læra er ekki að taka við heldur er það skapandi ferli. Kenn- arinn á að skapa aðstæður fyrir námið en ekki að „mata“ nemendur á þekkingunni (Säljö, 2003). Sköpunargáfan blómstrar frekar þegar nemendur eru tiltölulega frjálsir í skólastofunni og hlutverk kennarans er leiðbeinandi fremur en stjórnandi (Amabile, 1989). Þessi nútímasýn á kennslu er ekki ólík sýn Deweys og því varla með réttu hægt að kalla þessar kennsluaðferðir nýjar og ætla mætti að slíkar breytingar á hlut- verki kennarans væru löngu komnar í framkvæmd og orðnar ómissandi aðferðir í skólastarfi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að ríkjandi kennsluaðferðir eru einhæfar (Ingvar Sigurgeirsson, 1994), jafnvel þegar lykilorðið í námskránni er fjölbreytni. Rannsókn Kristrúnar Lindar Birgisdóttur (2004) sýndi að kennarar töldu sig beita að mestu leyti hefðbundnum bekkjarkennsluaðferðum í skólastofunni og rannsókn á kennsluháttum á unglingastigi (Kristín Jónsdóttir, 2003) sýndi að rótgrónar hóp- kennsluaðferðir voru algengastar. Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt svipaðar SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.