Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 19

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 19
19 eftir í bænum. Það særði mig ógeðslega mikið, þær höfðu bara farið á undan mér. Og svo voru þær að segja að bíllinn hefði verið svo fullur og þær með svo mikið af drasli og … ég meina, ég sagði að við hefðum alveg getað farið á mínum bíl, því hann er stærri. Það hefðu alveg komist allir í hann. Guðrún, móðir Birnu, talaði um að vinkonurnar hefðu talað mikið saman á MSN. Eitt sinn kom hún að dóttur sinni þar sem hún sat nötrandi við tölvuna og var þá í yfirheyrslu hjá gerandanum. Guðrún sagðist hafa sest við hliðina á henni og leiðbeint Birnu hvað hún ætti að segja. Hún talaði líka um að Birna hefði einhvern veginn kom- ist að því að gerandinn var að baktala hana. Birna hafði séð í farsíma gerandans að hún hafði sent SMS-skilaboð til vinar síns um að hún hataði Birnu. Í umræðu nemendafélagshópsins kom fram að myndbönd eru notuð til að gera grín að fólki og eru jafnvel sýnd fyrir framan stóra hópa í skólanum. Tekið var dæmi af Halla, sem kom nokkrum sinnum til tals því stöðugt var verið að ,,djóka“ í honum. Það hefði verið tekið myndband af honum á balli, fimm mínútna ,,skets“ sem var sýnt nemendum á sal og allir hlógu. Hópar – klíkur Allir þátttakendur töluðu um hópa og klíkur í skólum sínum og að hópaskiptingin væri skýr. Hver hópur hefur sín einkenni og sömuleiðis hafa skólarnir sín sérkenni eða ,,stimplun“ eins og nemendahópurinn kallaði það. Eins og bent hefur verið á er einelti oft hóphegðun (Salmivalli, 2004) og svo virðist sem samskipti nemenda í fram- haldsskólunum litist mjög af hópa- og klíkumyndun. Stúlka, sem var þolandi eineltis, sagði að skólinn hennar væri klíkuskóli og ef menn væru ekki í klíkunni þekkti þá enginn og enginn vildi tala við þá. Í skólanum hennar var það ,,lookið“ sem skipti máli og í öðrum skóla var málið að vera hallærislegur að sögn nemendahópsins. Þriðji skólinn var svo kallaður ,,ghetto-skólinn“ að sögn Kára. Anna sagði að í skólanum hennar væri það þannig að hver hópur ætti sér sitt svæði og hún taldi hópaskiptinguna vera þannig að það væri litið niður á suma hópa og upp til annarra. Nemendafélagshópurinn talaði um að til dæmis væri ákveðinn hópur á safninu, svölu gæjarnir í sófanum, nördarnir á ganginum og svo krakkarnir í horninu. Það væri mest ,,inn“ að vera í salnum og þar ætti hver hópur sitt borð en hinir hóp- arnir, sem væru annars staðar, væru á einhvern hátt öðruvísi eða sérstakir. Eiríkur, piltur úr nemendafélagshópnum, sagði að þegar hann hefði byrjað sem nýnemi í skólanum hefði honum verið sagt að fara ekki í hornið því það væri bara skrýtið fólk þar. Allur hópurinn var sammála um þetta og taldi að þeir væru mjög sér- stakir þessir krakkar, bæði ,,lookið“ og fatasmekkurinn og svo sætu þeir þarna alltaf með opnar tölvur fyrir framan sig. Eygló, einn þolenda eineltis, talaði um þetta frá sinni hlið. Hún hafði fundið sér nýjan vinahóp í framhaldsskólanum og sagði: ,,En sá hópur fittaði ekki alveg inn og þá fóru þeir [gerendurnir] að bögga vini mína líka, fyrir hvað við værum öðruvísi og út úr.“ Í hverjum framhaldsskóla virðist hver hópur hafa sín norm og reglur og í hverjum hópi eru svo einn til tveir sem eru í hópnum en samt fyrir utan. Piltur úr nemenda- ARNHEIÐUR GÍGJA GUÐMUNDSDÓTTIR, SIF EINARSDÓTTIR OG VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.