Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 85

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 85
85 ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR Þegar kennarar voru spurðir hvort vinnutíminn dygði svöruðu 61% því neitandi. Þeir nefndu einkum of lítinn tíma til undirbúnings, of mikið væri að gera, einkum á sérstökum álagstímum og mikið af verkefnum utan skilgreinds vinnutíma. Tafla 12 – Samanburður á þáttum sem eru hvatning í starfi. 2005 1999 % Fjöldi % Fjöldi Áhugi, árangur og vellíðan nemenda 90 161 61 214 Samskipti, hrós og stuðningur frá stjórnendum og samstarfsfólki 67 120 33 121 Stuðningur og hrós frá foreldrum 18 32 15 53 Það sem hvetur kennara mest í starfi lýtur að áhuga, árangri og vellíðan nemenda, sem alls 90% þátttakenda nefndu. Er það mikil aukning frá 1999, en þá nefndi 61% þessi atriði. Þá er umtalsverð breyting á þættinum samskipti, þ.e. kennarar telja nú stuðning, hrós og hvatningu frá skólastjórnendum, samstarfsfólki og foreldrum helm- ingi mikilvægara en í fyrri rannsókn. UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknanna nú og 1999 gefa vísbendingar um að vinnugleði kennara hafi aukist og velta má fyrir sér ástæðum þess. Síðan 1999 hafa tvisvar verið gerðir nýir kjarasamningar þar sem kjör kennara voru bætt. Einnig er meiri reynsla og festa komin á eftir flutning grunnskólans til sveitarfélaganna. Ætla má að fagmennska hafi aukist í skólunum vegna þess hve kennurum hefur fjölgað; hlutfall þeirra er orðið vel yfir 90% í því sveitarfélagi sem rannsóknin tók til. Jafnframt má ætla að það hafi áhrif á starfsþróun og gæði skólastarfs. Á margan hátt er nú betur búið að grunnskól- um. Í skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2005 (Árbók, 2005) kemur fram, að starfsmönnum hefur á sl. sjö árum fjölgað um 42%, þar af kennurum um liðlega 34%, öðrum starfsmönnum um 65% en nemendum aðeins um 5%. Í viðkomandi sveitar- félagi hefur kennurum fjölgað um tæplega 28% á sl. fimm árum og nemendum um liðlega 7%. Öðrum starfsmönnum fjölgaði talsvert á sama tíma og úrræðum, einkum vegna sértækustu vandmála nemenda, fjölgaði og þau urðu fjölbreyttari. Það eru því færri nemendur hlutfallslega á hvern kennara og ætla má að það dragi úr álagi á kenn- ara og hafi jákvæð áhrif á skólastarfið. Á móti kemur að rannsóknin 2005 var gerð í kjölfar erfiðra kjaradeilna og verkfalls grunnskólakennara. Vísbendingar um að meiri kulnun sé meðal yngri kennara en eldri eru þær sömu og 1999 og vekja spurningar um hvort nægilega vel sé búið að ungum kennurum í starfi, til dæmis hvort þeir fái nægan stuðning þegar þeir stíga fyrstu skrefin sem sjálfstæðir kennarar og byrja að safna sér reynslu. Það er mikilvægt að sú reynsla sé jákvæð (Bandura, 1997) svo að hún byggi upp sjálfstraust þeirra. Einnig vakna spurningar um hvort þessi munur sé vegna þess að þeir sem kulna yfirgefi starfið. Áfram má spyrja hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slíkt ef satt reynist. Hefðu þeir e.t.v. ráðið betur við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.