Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 26

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 26
26 Helsta ástæða þess að einelti var kannað í þessari rannsókn meðal framhaldsskóla- nema er sú að vitað er að það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla í skóla- samfélaginu, einkum fyrir þolendur. Í rannsókninni kom í ljós að afleiðingar eineltis- ins eru mjög alvarlegar og afdrifaríkar fyrir þolendurna sem rætt var við. Þeir lýsa mikilli vanlíðan, kvíða, þunglyndi, skömm, litlu sjálfstrausti, einmana leika, fjarveru, brotthvarfi frá skóla og jafnvel sjálfsvígstilraunum og er það í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna, bæði í grunnskólum og á vinnustöðum (Björkqvist o.fl., 1994a; Craig, 1998; Einarsen o.fl. 1998; Kalitala-Heino o.fl. 1999; Rigby, 1997). Eineltið hafði einnig áhrif á skólagöngu flestra viðmælenda. Í framhaldsskólum er ekki skólaskylda og nemendur eiga því auðveldara með að hætta en nemendur grunnskóla. Mikið brottfall er úr framhaldsskólunum og um 6% þeirra sem hverfa frá námi segja það vera vegna samskipta við skólafélaga (Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal, 2002). Fleiri rannsóknir styðja það að hluti framhaldsskólanema eigi erfitt uppdráttar félagslega og mætti nefna að fram hefur komið að um fjórðungur þeirra telur sig eiga erfitt með að eignast vini og aðeins færri segjast vera einmana (Álfgeir Logi Kristjánsson o.fl., 2005). Ekki er ólíklegt að ástæður einmanaleikans megi að einhverju leyti rekja til eineltis og annarra vægari félagslegra vandamála þó erfitt sé að átta sig á umfangi slíkra mála. Skýringin á því hvers vegna einelti innan framhaldsskólans hefur lítið verið til umræðu hingað til gæti verið tvíþætt. Í fyrsta lagi er eineltið aðallega af félagslegu tagi og því óáþreifanlegt og erfitt að koma auga á það. Í öðru lagi kemur skýrt fram í þessari rannsókn að þolendur vilja helst ekki segja frá því þar sem þeir skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir einelti og hafa ekki trú á að þeir fái lausn sinna mála. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður fleiri rannsókna (Lewis, 2004; Rigby, 1997). Ungt fólk á framhaldsskólaaldri vill ekki gerast ,,klöguskjóður“ og finnst það almennt ekki viðurkennt að einelti eigi sér stað í framhaldsskólunum þar sem nemendur séu orðnir svo þroskaðir. Greinilegt er að með auknum aldri minnkar vilji nemenda til að greina frá vanda sínum (Arnar Þorsteinsson, 2003; Rigby, 2002c). Það má því ætla að einungis hluti þeirra eineltismála sem eru í gangi innan framhaldsskólanna komi upp á yfirborðið. Rannsókn þessi vekur upp spurningar um hvernig best sé að taka á einelti, sem er fyrst og fremst af andlegu og félagslegu tagi, eins og fram hefur komið. Niðurstöð- urnar benda til þess að það sé mikilvægt að opna umræðu um einelti og skoða nánar félagslegt andrúmsloft framhaldsskólanna. Mikilvægt er að nálgast umræðu um ein- elti heildstætt og leggja áherslu á samskipti almennt. Hvað er til ráða? Það kemur skýrt fram hjá þolendunum að þeir báru lítið sem ekkert traust til skólanna í vandræðum sínum og ef þeir opnuðu sig blasti við þeim úrræðaleysi fyrst og fremst. Þetta kemur ekki á óvart, þar sem framhaldsskólinn virðist algerlega hafa orðið út- undan í þeirri eineltisumræðu og vinnu að eineltisáætlunum sem hefur fram farið í grunnskólunum á síðastliðnum árum (Þorlákur Helgason, 2005). Þó að þolendur eineltis í framhaldsskólunum hafi mætt nær algjöru úrræðaleysi ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.