Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 88

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 88
88 þegar þeir lýsa bæði því sem veldur þeim mestu álagi og er þeim mest hvatning. Það er í samræmi við rannsóknir sem sýna að kennarar skilgreina árangur af starfi sínu bæði hvað varðar námsframvindu nemenda og með tilfinningalegu mati sínu (Hoy og Woolfolk, 1993). Rannsakendur lögðu upp með spurningar um hvernig kennarar geti haldið vinnugleði sinni og sloppið við kulnun og hvaða starfstengdu þættir hafi þar áhrif. Niðurstöður benda til að kulnun hafi minnkað og vinnugleði aukist á þeim sjö árum sem liðin eru frá fyrri rannsókn. Sömu þættir í starfsumhverfi virðast hafa áhrif, þ.e. árekstrar milli hlutverka og hversu skýrt þau eru skilgreind, stuðningur, hvatning og hrós ásamt sérstökum álags- og hvataþáttum í starfi sem kennarar tilgreina sjálfir. Þar sem niðurstöður um kulnun eru svipaðar og í fyrri íslenskri rannsókn hjá sömu fagstétt, einnig niðurstöður um marga þá þætti sem skoðaðir voru, svo og aldurs- dreifing og kynjahlutföll svarenda í báðum rannsóknunum, telja höfundar líklegt að þær endurspegli samfélag grunnskólakennara allvel. Þótt rannsóknin hafi aðeins verið gerð í einu stóru sveitarfélagi má leiða líkur að því að þær breytingar á áherslum sem koma fram í niðurstöðum geti átt við annars staðar. Hljóta þær að teljast jákvæðar fyrir skólasamfélagið. LOKAORÐ Rannsóknir á kulnun hafa þróast og breyst á undanförnum árum. Nýlegt líkan þeirra Maslach og Leiter (1997; Leiter og Maslach, 2000), þar sem er litið á líðan í starfi á tví- skautavídd kulnunar og andstæðu hennar, vinnugleði, var notað í rannsókninni og er það ætlan höfunda að gera grein fyrir þeim niðurstöðum síðar ásamt niðurstöðum sem snúa að faglegu sjálfstrausti. Þá hafa Schaufeli og Bakker (2004) þróað nýtt líkan um vinnugleði í anda jákvæðrar sálfræði þar sem gert er ráð fyrir að of miklar starfskröfur og ónógar bjargir geti leitt til kulnunar en nægar bjargir stuðli að vinnugleði. Þeir gera ráð fyrir að önnur mælitæki séu betri en Maslach Burnout Inventory, því veruleg ónákvæmni felist í að snúa að- eins hugtökum og niðurstöðum við án þess að endurskoða spurningarnar sjálfar. Þeir skilgreina þrjá grundvallarþætti, starfsþrek (vigor), hollustu (dedication) og einbeitingu (absorption) sem áhugavert væri að nota í frekari rannsóknum. Í rannsókninni er fremur reynt að grafast fyrir um orsakir kulnunar en skoða hvað sé til ráða til að koma í veg fyrir kulnun eða ráða bót á henni. Þó má nefna að hug- ræn atferlismeðferð hefur sýnt árangur gegn kulnun (Van der Klink, Blonk, Schene og Van Dick, 2001). Einnig er talið nauðsynlegt að stöðug og reglubundin endurskoðun á stjórnunar- og samskiptaháttum fari fram á vinnustaðnum (Anna Þóra Baldursdóttir, 2003). Ónógar bjargir, svo sem ónógur tími til að sinna verkefnum nægilega vel, geta aukið starfskröfur og eitt af einkennum kulnunar er að draga sig andlega í hlé frá kröfuhörðu umhverfi. Því má búast við meiri kulnun þar sem bjargir eru ónógar. Í frekari rannsóknum á kulnun og vinnugleði skiptir máli að skoða bæði þær kröfur sem starfið gerir og þær bjargir sem eru fyrir hendi, svo og jafnvægið þar á milli. Höfundar telja að flestir geti verið sammála um að kennarar hafi ótvírætt mikil L ÍÐAN KENNARA Í STARFI – VINNUGLEÐI EÐA KULNUN?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.