Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 104

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 104
104 Margbreytileiki og fjölhyggja Í einsleitu samfélagi er auðveldara að átta sig á því hvað ræður mestu um mótun menningar og mannskilnings. Er þá til að mynda oft bent á áhrif tiltekinna trúar- bragða sem hafa verið mótandi afl í viðkomandi samfélagi og þau gildi og viðhorf sem þau fela í sér. Mannskilningurinn helgast þá gjarnan af viðkomandi trúarbrögðum og hefur síðan áhrif á meginsjónarmið um uppeldi og menntun og hvaða grunngildum skuli miðlað frá einni kynslóð til annarrar. Á tímum margbreytileika og fjölmenningar er myndin öllu flóknari og erfiðara að skilgreina sameiginleg grunngildi samfélagsins. Talað er um póstmódernisma sem einkennist af fjölhyggju og mörgum ólíkum við- miðunarrömmum sem hver hefur sitt eigið form og auðkenni. Hlið við hlið keppa inn- byrðis ólík afstaða og viðhorf sem vissulega má bera saman en seint verða sameinuð (Baumann, 1987). Þessu getur fylgt ákveðin afstæðishyggja varðandi gildi og viðmið. Mannskilningurinn er jafnframt óljósari og samsettur úr mörgum ólíkum þáttum. Bent hefur verið á að unnt sé að tala um tvenns konar form margbreytileika í nú- tíma samfélagi. Annars vegar hefðbundinn margbreytileika sem einkennist af því að í sama samfélagi búa hópar fólks með ólíkan þjóðernislegan, menningarlegan og trúarlegan bakgrunn. Þessir hópar geta verið ólíkir innbyrðis en hafa aftur á móti hver fyrir sig sameiginleg gildi eða viðmiðunarramma. Hins vegar er talað um nú- tíma margbreytileika sem felur í sér að sameiginlegur viðmiðunarrammi einstaklinga, hópa og stofnana í samfélaginu er ekki lengur fyrir hendi. Með öðrum orðum, þá er óljóst hver sameiginleg grunngildi samfélagsins eru og fólkið sem myndar það er ekki lengur tengt saman með sameiginlegum gildum og viðmiðum (Skeie, 1998; 2002). Í umræðunni um nútíma margbreytileika og fjölhyggju hefur jafnvel verið bent á að slík staða geti leitt til aukinnar tilvistarkreppu (Berger og Luckmann, 1995). Einstakl- ingurinn elst upp í heimi þar sem hvorki er um að ræða sameiginleg grunngildi sem móta líf og breytni né sameiginlegan veruleika eða viðmiðunarramma sem unnt er að skírskota til. Manneskjunni reynist því erfiðara að skilgreina fyrir sér hver hún er og hver merking og tilgangur tilverunnar er. Nú má deila um að hve miklu leyti íslenskt samfélag fellur undir slíkar skilgreiningar. Þróunin á undanförnum árum hefur þó augljóslega leitt til aukins hefðbundins margbreytileika en ekki er eins ljóst hvort skil- greiningin á nútíma margbreytileika og fjölhyggju á við. Eigi að síður er mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við skiljum manneskjuna og stöðu hennar í tilverunni því það hefur áhrif á hugmyndir okkar um það á hvaða grunngildum við viljum byggja samfélagið. Það skiptir sem sé máli hvernig við hugsum og tölum um manneskjuna. Er það blind framfara- og tæknihyggja sem mótar hugmyndir okkar? Ráða ef til vill lögmál markaðarins og samkeppni öllu með tilheyrandi sérhyggju? Reiðum við okk- ur öðru fremur á skynsemi mannsins og vilja til hins góða? Á trúarlegur skilningur á manneskjunni með áherslu á andlegt gildi hennar ennþá við? Sjálfsagt er mannskiln- ingur okkar meira eða minna samsettur úr mörgum slíkum þáttum. Þá er líka ljóst að gildi eru margs konar, og talað er um veraldleg, andleg og siðferðisleg gæði í því sambandi (Páll Skúlason 1990). V IÐHORF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.