Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 61
61 inn námsferill, sem byggist á því að nemendur hagnýti þekkingu sína úr daglegu lífi og þá þekkingu sem þeir afla sér í skólanum. Nýsköpunarmennt hefur verið sérstök námsgrein í Foldaskóla til þessa dags og var skólinn í fararbroddi sem móðurskóli í námsgreininni. Reynslan sem fékkst af nýsköpunarkennslunni og námsefninu varð síðan kveikjan að því að nýsköpun og hagnýting þekkingar var sett inn í aðalnámskrá grunnskóla 1999. Hugsjónir frumkvöðlanna náðu þannig inn í formlega námskrá. Nýsköpunarmennt í formlegri námskrá Nýsköpun var tekin inn í aðalnámskrá grunnskóla árið 1999 og komið fyrir í námskrá um upplýsinga- og tæknimennt. „Ekki er gert ráð fyrir sérstakri tímaúthlutun til grein- arinnar, heldur er það ákvörðun stjórnenda skóla hvort þeir nýti sér markmiðin sem þar eru sett fram til að samþætta tækni- og nýsköpunarþætti við aðrar námsgreinar.“ (Aðalnámskrá. Upplýsinga og tæknimennt, 1999, bls. 5). Stungið er upp á þremur leiðum til að koma nýsköpun fyrir í skólastarfi: 1. að samþætta við tíma annarra greina 2. að nýta eigin ráðstöfunartíma fyrir greinina eða 3. að blanda leið 1 og 2 saman Einnig er fyrir hendi fjórða leiðin, sem sumir skólar hafa notað, og hún er sú að bjóða upp á nýsköpunarmennt sem námskeið utan skólatíma og er það þá greitt af sveit- arfélaginu aukalega (Svanborg R. Jónsdóttir, 2004). Í aðalnámskránni frá 1999 segir að hún skuli að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en þremur árum eftir gildistöku. Í endurskoðuðum drögum að nýrri aðal- námskrá frá mars 2007 er kaflinn um nýsköpunarmennt nánast óbreyttur (Aðalnám- skrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt. Drög, 2007). Framkvæmda námskráin – Niðurstaða spurningakönnunar Niðurstaða spurningalistans sýndi að formleg4 nýsköpunarkennsla á grunnskóla- stigi var lítil veturinn 2003–2004 eða í tæplega 10% íslenskra grunnskóla. Svör margra skólastjórnenda við könnuninni bentu til þess að hugmyndir um greinina væru óljósar5. SVANBORG R. JÓNSDÓTTIR 4 Sem sérstök námsgrein á stundaskrá í nokkrar vikur, hluta vetrar eða allan veturinn. 5 Sumir stjórnendur töldu að nýjungar í skólastarfi væru nýsköpunarkennsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.