Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 105

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 105
105 Manngildið Þegar finna skal sameiginlegan kjarna í fjölbreytilegum skilningi okkar á manneskj- unni og stöðu hennar í tilverunni og setja hann í samband við menntun og grunngildi í skólastarfi virðist mér liggja beint við að setja manngildið á oddinn. Vissulega má skil- greina gildi manneskjunnar á margvíslegan hátt. Víða má sjá dæmi þess að verðmið- um markaðs- og samkeppnishyggju er haldið á lofti. Í öðrum tilvikum er manngildið hafið upp í nokkurs konar manndýrkun sem leiðir til ofvaxinnar einstaklingshyggju. Slíkar manngildishugmyndir hljóta að vera óviðunandi sem grunngildi skólans. Á grundvelli þeirra trúarbragða og heimspekihugmynda sem mótað hafa samfélag okkar hlýtur skilgreiningin á manngildinu að snúast fyrst og fremst um mannlega reisn og helgi mannlegs lífs, jafngildi allra og almenn mannréttindi. Ef við föllumst á að slík gildi séu æskileg grunngildi í skólastarfi vaknar strax sú spurning hvað þau feli í rauninni í sér. Hvað felst í því að tala um mannlega reisn og helgi mannlegs lífs? Hvað eigum við við með jafngildi allra og almenn mannréttindi? Eitt af því sem vísa má til í því sambandi eru alþjóðlegir sáttmálar á borð við Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (1945). Þar er lögð rækileg áhersla á grundvall- arréttindi á borð við þau að hver maður sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum, eigi rétt til lífs, frelsis og mannhelgi og búi við samviskufrelsi, tjáning- arfrelsi og réttaröryggi. Um menntun segir meðal annars í 26. gr.: „Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mann- réttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka.“ Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (1989) fjallar svo sérstaklega um réttindi barna. Hér eru á ferð gildi og viðmið sem við, ásamt mörgum öðrum þjóðum, höfum skuldbundið okkur til að framfylgja hvað sem líður þróun í átt til margbreytileika og fjölhyggju. Sumt af þessu endurspeglast í grunnskólalögum. Þar er talað um að starfshætt- ir skólans skuli „mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu sam- starfi“ (Lög um grunnskóla 1995, 2. gr.). Aðalnámskrá grunnskóla útskýrir nánar hvað átt er við: „Helstu gildi lýðræðislegs samstarfs eru: Jafngildi allra manna, virðing fyrir einstaklingnum og samábyrgð. Helstu gildi kristins siðgæðis, sem skólinn á að miðla og mótast af, eru: ábyrgð, umhyggja og sáttfýsi. Umburðarlyndi tengist lýðræðinu og kristnu siðgæði og byggist á sömu forsendum“ (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 1999, bls. 18). Augljóst er að útlegging Aðalnámskrár er mjög knöpp og er það ef til vill rökrétt, þar sem hverjum skóla er ætlað að ákveða nánar hvernig hann lætur umrædd gildi móta skólastarfið (Gunnar E. Finnbogason, 2004). Þó má benda á að útlegging Aðalnámskrár grunnskóla frá 1989 (bls. 8–11) er ítarlegri og að mörgu leyti mun betri en í núgildandi námskrá. Hér eru þó dregin fram nokkur grunngildi sem full ástæða er til að íhuga nánar. Undirstöðuatriði lýðræðis hlýtur að vera mannskilningur sem setur manngildið í öndvegi, þar sem áherslan er á jafngildi allra og virðingu fyrir einstaklingnum. Jöfn- uður, jafnrétti og að hver einstaklingur sé metinn fullgildur á sínum forsendum hlýtur því að einkenna skólastarf sem mótast skal af gildum lýðræðislegs samstarfs. Um- burðarlyndi, sem felur í sér að gagnkvæmur réttur allra til sjálfstæðra skoðana og GUNNAR J. GUNNARSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.