Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 103

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 103
103 GUNNAR J. GUNNARSSON Hver eru grunngildin í skólastarfi í dag? Að hve miklu leyti er mögulegt að tala um sameiginleg grunngildi í samfélögum sem í vaxandi mæli eru kennd við fjölmenningu og alþjóðavæðingu? Er áfram hægt að vísa til menningarlegrar arfleifðar og ráðandi trúarbragða samfélagsins þegar utanaðkom- andi áhrif og fjölbreytileiki fer sífellt vaxandi? Sú mynd sem dregin er upp af svo- nefndu fjölmenningarsamfélagi felur í sér bæði félagslega og hugmyndalega flókinn veruleika og spyrja má hvaða áhrif hann hefur á skólann og grunngildin í starfi hans nú á dögum. Í nágrannalöndunum hefur töluvert verið rætt og ritað um þau grunn- gildi sem skólanum eru sett í lögum og námskrám, hver þau eigi að vera og hvort unnt sé að komast að samkomulagi um sameiginleg grunngildi skólans í margbreyti- leika nútímasamfélags. En spurningin snertir ekki bara flókinn veruleika samtímans heldur einnig skilninginn á manneskjunni og á eðli menntunar. Mannskilningur og menntun Ekki er auðvelt að segja til um hvað það er sem helst hefur áhrif á það sem einkennir tiltekin samfélög og ólík tímabil í sögu þeirra. Áhrifavaldarnir eru margir, svo sem trúarbrögð, siðgæði, listir, vísindi og tækni, og áhrif þeirra á menningu og samfélög eru mismikil og margslungin. Eitt er þó ljóst; að það er manneskjan sem er miðlæg í þessu öllu þar sem hún bæði mótar menninguna og mótast af henni. Menningin er því bæði nokkuð sem við höfum og erum (Jensen, 1988). Og þar sem manneskjan hefur hæfileikann til að ígrunda hvort tveggja, þ.e. menninguna og sjálfa sig sem hluta af henni, leiðir það til þess að hún leitast við að gera sér ákveðnar hugmyndir um hver hún er, um stöðu sína í tilverunni og hvaða merkingu og tilgang líf hennar hefur. Slíkar hugmyndir renna síðan saman á hinum ólíku tímaskeiðum í tiltekinn mannskilning sem gjarnan er lýsandi fyrir viðkomandi tímabil. Það er að vísu ekki svo að mannskilningur ákveðins tímabils sögunnar sé endilega útfærður á meðvit- aðan hátt en hann hefur áhrif og birtist með ýmsu móti, t.d. í listum, bókmenntum, heimspeki, uppeldi og menntun. Síðari greining leiðir svo í ljós að mannskilningur viðkomandi tímabils reynist oft vera það sem tengir saman ólík svið menningarinnar (Myhre, 1978). Þar sem menntunin er samofin menningunni og hefur manneskjuna að viðfangsefni er augljóst að mannskilningurinn hefur veigamikil áhrif á skilninginn á eðli menntunar og þá um leið á grunngildi skólastarfs. Uppeldi og menntun 16. árgangur 1. hefti, 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.