Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 77

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 77
77 kennurum. Spurningarnar eru 12 og eru í úrvinnslu flokkaðar í tvennt eftir því hvort þær eiga við hlutverkaárekstra eða lúta að skýrleika hlutverka. Gerð er grein fyrir nið- urstöðum úr þessum mælingum. Einnig var nú notaður spurningalisti um faglegt sjálfstraust kennara og skilvirkni í starfi (TSES-Teacher´s Sense of Efficacy Scale) (Tschannen-Moran og Woolfolk Hoy, 2001). Ekki er gerð grein fyrir niðurstöðum hér. Enn fremur voru notaðar eigin spurningar rannsakenda um bakgrunnsþætti og afstöðu til vinnutíma. Aðeins er gerð grein fyrir hluta svaranna. Þá var spurt 23 spurn- inga um starfið og starfsumhverfið. Þær eru um viðhorf til aðalnámskrár, námsáætlunar, kennslugagna, vinnu við einkunnagjöf og umsagnir, stærð bekkja og blöndum, sveigj- anleika í kennslu, aðstöðu til undirbúningsvinnu, önnur verkefni en beina kennslu, breytingar í skólastarfi, virðingu fyrir starfinu, miðlun efnis innan kennarahópsins, aðgerðaráætlanir, hvatningu og stuðning. Að lokum voru kennarar beðnir að nefna tvo þætti sem þeim finnast valda sér mestu álagi í starfi og aðra tvo sem hvetja þá mest til starfa. Gerð er grein fyrir nokkru af þessu efni. Til þess að auka líkur á réttmæti niðurstaðna var spurningalistinn forprófaður og lagður fyrir níu einstaklinga sem eru grunnskólakennarar, kennarar í aðferðafræði eða háskólakennarar með mikla starfs- og rannsóknarreynslu. Voru þeir valdir vegna bakgrunns síns, kennslu í grunnskólum eða kennslu kennaranema. Hópurinn var þægindaúrtak vegna þekkingar, staðsetningar og tengsla við rannsakendur (Guðrún Árnadóttir, 2003; Gall, Borg og Gall, 1996). Gerðar voru breytingar í samræmi við ábendingar. Forprófað var á ný með aðstoð tæplega 30 grunnskólakennara sem valdir voru af handahófi. Fáeinar breytingartillögur komu fram og var ekki talin ástæða til að prófa listann frekar eftir að tekið hafði verið tillit til þeirra. Þátttakendur Vorið 2005 var spurningalistinn lagður fyrir grunnskólakennara í tveimur stórum sveitarfélögum þar sem alls störfuðu þá 584 kennarar í 537 stöðugildum í 14 grunn- skólum. Viðtökur voru vinsamlegar í báðum sveitarfélögunum, en tími til kynningar og fyrirlagningar var knappari í öðru þeirra. Þegar leyfi lágu fyrir var rannsóknin kynnt á fundi skólastjóra í öðru sveitarfélaginu, en ekki gafst kostur á því í hinu. Þar var hringt í þá alla til að óska eftir þátttöku skóla þeirra. Í öðru sveitarfélaginu mættu rannsakendur á kennarafundi í skólunum og kynntu rannsóknina. Gátu kennarar svarað rafrænt eða á pappír á staðnum. Nýttu nánast allir sér það síðarnefnda og fengu rannsakendur að bíða á meðan. Í hinu sveitarfélaginu var rannsóknin kynnt á kennarafundum í öllum skólunum nema einum, þar sem ekki var hægt að koma því við, og öllum kennurum bauðst að svara rafrænt, eða taka við spurningalistanum á pappír. Þar svöruðu flestir þátttakendur rafrænt en fáeinir skiluðu á pappír. Alls bárust 269 svör, þar af einn auður listi, eða liðlega 46% af heildarþýðinu. Svar- endur voru 54 karlar, 203 konur og 12 gátu ekki um kyn sitt. Ekki var um úrtak að ræða og svaraði því tæplega helmingur heildarþýðis. Í öðru sveitarfélaginu var svör- un tæplega 70% og um 30% í hinu. Ákveðið var að fella fámennari hópinn út vegna þess að svörun þótti það lítil að engin vissa væri fyrir að hún gæfi rétta mynd af kenn- ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.