Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 28

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 28
28 an, einelti, ofbeldi, varnir gegn sjálfsvígum og notkun vímuefna. Lögð skal áhersla á að nemendur temji sér jákvætt viðhorf, ábyrgð, umhyggju, heilbrigt líferni, gagnrýna hugsun, sjálfsvirðingu og virðingu gagnvart öðrum. Mikilvægt er að nemendur geti sett sig í spor annarra og hafi öðlast kjark til að velja og hafna“ (bls. 10). Það er mik- ilvægt að öllum nemendum skóla líði vel og finnist þeir tilheyra skólasamfélaginu. Saga þessara einstaklinga sýnir að nauðsynlegt er að hver framhaldsskóli móti stefnu sem felur í sér heildstæða forvarnar- og viðbragðsáætlun í anda þess sem gert hefur verið í grunnskólum og á mörgum vinnustöðum. Rannsókn þessi nær til fárra þátttakenda og í því felast nokkrar takmarkanir. Þar sem fram kom, þegar við leituðum til námsráðgjafa í framhaldsskólunum, að fá ein- eltismál koma inn á borð þeirra er líklegt að þeir sem tóku þátt í þessari rannsókn hafi lent í mjög alvarlegu einelti. Af lýsingunum að dæma var framganga gerenda oft grimmileg og vonum við að ekki finnist miklu alvarlegri tilfelli en hér hefur verið lýst. Viðtölin veita góða innsýn í reynslu og viðbrögð ungs fólks sem hefur lent í alvarlegu einelti og varpa ljósi á þann félagslega veruleika sem ríkir í framhaldsskólunum. Rannsóknin hefur fræðilegt og hagnýtt gildi því hún staðfestir að einelti fyrirfinnst í framhaldsskólum líkt og í grunnskólum og á vinnustöðum og sýnir glögglega að það tekur á sig nýjar myndir þegar nemendur eldast. Auk þess kemur í ljós að afleið- ingar eineltis eru mjög alvarlegar og þær sömu og fram hafa komið hjá yngra og eldra fólki sem lendir í einelti. Þar sem megináherslan var lögð á að kanna birtingarmyndir eineltis leggur rannsóknin mikilvægan grunn að frekari könnun á umfangi og tíðni eineltis í framhaldsskólunum. Það er von okkar að niðurstöður þessarar rannsóknar verði hvatning til frekari rannsókna á einelti í framhaldsskólum og hvetji skólana til að gera heild stæða áætlun um forvarnar- og meðferðarúrræði gegn einelti og óæski- legri hegðun í framhaldsskólum. Ekki síst vonumst við til að rannsóknin verði til þess að einelti í framhaldsskólum verði rætt. Í máli flestra þátttakenda kom fram ósk um að svo verði gert og tökum við undir það, því rétt eins og þau trúum við að ,,Hægist mein þá um er rætt.“ HEIMILDIR Aðalnámskrá framhaldsskóla. Almennur hluti (2004). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Anna Margrét Sigurðardóttir (2005). Einelti og Netið. Sótt 3. febrúar 2006 frá: http:// www.saft.is/greinar/ Arnar Þorsteinsson (2003). „Ég man þegar ég hætti í skólanum; það var yndislegt!“ Félags- leg einangrun unglinga. Óbirt MA-ritgerð: Háskóli Íslands, Félagsvísindadeild. Álfgeir Logi Kristjánsson, Silja Björk Baldursdóttir; Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sig- fússon (2005). Ungt fólk 2004. Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíð- arsýn íslenskra ungmenna: Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000. Reykjavík: Rannsóknir og greining. Björkquist, K., Österman, K. og Hjelt-Bäck, M. (1994a). Aggresion among university employees. Aggressive Behavior, 20, 173–184. ,,HÆGIST MEIN ÞÁ UM ER RÆTT“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.