Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 87

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Blaðsíða 87
87 eru þegar kulnaðir eða hvort þeir kulni vegna þess að þeir fái í raun minni hvatningu, stuðning og hrós. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt að kennurum er mikilvægt að fá hvatningu, stuðning og hrós frá skólastjórnendum, samstarfsfólki og foreldrum þannig að þeir finni betur að þeir sinni starfi sínu vel. Líklegt má telja að þeir verði jafnframt öruggari og ánægðari í starfi. Stuðningur, hrós og hvatning til dáða er því öflugt verkfæri í stjórnun og samstarfi. Alls höfðu 72% hugleitt að hætta kennslu nú samanborið við tæplega 65% 1999. Sömu ástæður eru tilgreindar og í sömu röð. Niðurstöður benda til að þeir sem sýna kulnun hugleiði oftar en hinir að hætta kennslu og jafnframt að þeir sem telja vinnuálag mikilvægari ástæðu þess að hætta kennslu sýna frekar merki kulnunar en hinir, sem setja launakjör í fyrsta sæti. Það vekur spurningar um hvað búi að baki þeirri skoðun kennara að vinnuálag sé mikið og að vinnutíminn dugi ekki. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og starfshæfni þeirra felst bæði í faglegum og persónulegum styrk (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Þetta á bæði við um einstaka kennara og liðsheild innan hvers skóla. Það reynir á hversu vel þeim gengur að halda utan um margþætt verkefni sín og hversu góða aðstoð þeir hafa innan skólans og í ytra stoðkerfi hans. Ein af spurningunum sem leituðu á höfunda snerist um hvort sveigjanleiki vinnutíma og tilflutningur hans innan starfsársins gerði kennurum e.t.v. erfitt um vik. Það hlýtur stundum að vera erfitt að átta sig á því hversu langan tíma verkefni eiga eftir að taka og stilla kröfur til sín í samræmi við það. Umtalsverð breyting hefur orðið á því hvað kennarar nefna sem helstu álagsþætti í starfi frá því 1999, en þá virtust launakjör þeim ofar í huga. Voru þau oftast nefnd um leið og vinnuálag en nú kom tímaskortur í stað launakjara. Hafa þarf í huga að rannsóknin var gerð undir lok skólaárs 2005, þ.e. aðeins hálfu ári eftir kjaradeildu grunnskólakennara og sveitarfélaga, þegar kennarar voru að glíma við að skila sínu á óvenju stuttu skólaári. Launakjör virtust vart koma þeim í hug nú þegar þeir voru beðnir um að nefna álagsþætti. Kennarar eru nú í ríkari mæli með hugann við ýmis konar erfiðleika nemenda, sbr. hér að framan,og telja að úrræði séu of fá, bæði í skól- unum og utan þeirra. Þetta var lítið nefnt í fyrri rannsókn. Þannig virðast þeir hafa vaxandi áhyggjur af velferð nemenda sem eiga í erfiðleikum, og veldur það þeim hugarangri og álagi í starfi. Velta má fyrir sér hvort aukin umræða um og áhersla á einstaklingsmiðað nám valdi þessum breyttu viðhorfum. Það sem hvetur kennara mest eru sömu þættir og fram komu í fyrri rannsókn þótt hlutföll hafi breyst. Það er athyglisvert að 90% þeirra setja í efsta sæti þætti sem lúta beint að velferð nemenda. Þannig eru áhyggjur af velferð nemenda og umhyggja fyrir þeim í enn meira fyrirrúmi nú. Þá er einnig greinilegt að samskipti við skólastjórnendur og samstarfsfólk, stuðn- ingur þeirra, hrós og hvatning skipta kennara nú meira máli en þá. Stuðningur og hrós frá foreldrum skiptir líka heldur meira máli að mati kennara sjálfra en áður. Af þessu sést að kennarar eru nú uppteknari af því sem fylgir starfinu sjálfu, einkum því sem lýtur að velferð nemenda, fremur en þáttum sem varða þá sjálfa og kjör þeirra, eins og í fyrri rannsókn. Þeir sem hugleiða nú að hætta kennslu gera það fyrst og fremst vegna launakjara en þeir horfa til nemenda sinna og velferðar þeirra ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.