Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Page 60
60 unarmennt hjá starfandi kennurum í bæjarfélagi í grennd við Reykjavík. Eitt rýni- hópsviðtal var tekið við fjóra skólastjórnendur og einstaklingsviðtöl við þrjá fyrrver- andi nýsköpunarnemendur úr tveimur skólum, fjóra nýsköpunarkennara sem tveir teljast til frumkvöðla í nýsköpunarmennt og tvo starfsmenn í menntamálaráðuneyti. Niðurstöður úr rýnihópsviðtali við fjóra skólastjórnendur voru bornar undir tvo aðra skólastjórnendur í tölvupósti og þeir gáfu álit sitt á því sem þar kom fram. Þá voru skoðaðar skýrslur, lög, námskrár, námsefni og afurðir úr nýsköpunarkennslu. Einnig var tölvupóstur notaður til að afla ítarlegri gagna þegar á þurfti að halda. Sögulegur hluti rannsóknarinnar var unninn upp úr viðtölum við frumkvöðla nýsköpunar- menntar hér á landi og tölvupóstsamskiptum við þá, skýrslum og námskrá auk dokt- orsritgerðar Rósu Gunnarsdóttur (2001). Greining gagnanna fór fram jafnóðum og þeirra var aflað. Þar var beitt aðferð sem kölluð er „sífelldur samanburður“ þar sem því sem finnst í gögnunum er fylgt eftir í næsta viðtali eða þátttökuathugun og borið saman við aðra hluta gagnanna (Bogdan og Biklen, 2003). Í rannsókninni var leitast við að draga upp margþætta heildarmynd af rannsóknar- efninu með því að draga fram sjónarhorn mismunandi aðila á það. Segja má að það styrki gildi þess sem fram kom um innihald og skipulag nýsköpunarkennslunnar að mikið samræmi var milli þess sem kennarar og nemendur sögðu, en enginn nemend- anna hafði verið hjá þeim kennurum sem rætt var við. Einnig var samræmi í þeim upplýsingum sem ráðuneytisstarfsmenn gáfu og þeim skoðunum sem fram komu hjá skólastjórnendunum. NIÐURSTÖÐUR Fyrst verður greint stuttlega frá upphafi nýsköpunarmenntar hér á landi. Síðan verða raktar niðurstöður spurningakönnunar um nýsköpunarmennt í íslenskum grunn- skólum og að lokum greint frá þeim atriðum sem virtust hafa áhrif á framgang ný- sköpunarmenntar samkvæmt reynslu viðmælenda, þátttökuathugunum og rituðum gögnum. Saga nýsköpunarmenntar á Íslandi – hugsjónanámskráin Upphaf nýsköpunarkennslu má rekja til ársins 1990 þegar Paul Jóhannsson tæknifræð- ingur beitti sér fyrir að komið yrði á nýsköpunarkeppni fyrir grunnskóla hér á landi. Fyrstu keppninni sem haldin var lauk með verðlaunaafhendingu í apríl 1992 og hefur hún verið haldin árlega síðan. Kennsla í nýsköpunarmennt var þróuð á næstu árum í Foldaskóla í Reykjavík og fóru þar fremst í flokki Guðrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, Gísli Þorsteinsson, sem þá var smíðakennari í Foldaskóla, og Rósa Gunnarsdóttir, sem var náttúrufræðikennari við skólann. Rósa og Gísli þróuðu og gáfu sjálf út námsefnið Nýsköpun og náttúruvísindi sem hefur verið notað í skólum þar sem nýsköpunarmennt hefur verið kennd formlega. Námsefni þetta er hugsað fyrir 4.–7. bekk en ekkert efni var til fyrir efri bekki grunnskóla. Í nýsköpunarnámsefninu var settur saman ákveð- NÝSKÖPUNARMENNT Í ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.